ALÞ103

Markmið

Að nemendur öðlist þekkingu og skilning á undirstöðuþáttum alþjóðakerfisins og á nokkrum þeirra viðfangsefna sem þar koma við sögu. Jafnframt að nemendur kynnist helstu hugtökum sem notuð eru í alþjóðasamskiptum og fái glögga hugmynd um stofananir utanríkisþjónustu Íslands og þau verkefni sem þar er sinnt. Nemendur öðlist færni í að vinna úr fjölbreytilegum upplýsingum sem snerta viðfangsefni áfangans og þjálfist í að nýta sér mismunandi miðla í því skyni.

Kennsluhættir

Margvíslegum aðferðum er beitt til að ná settum markmiðum. Kennsla fer meðal annars fram með fyrirlestrum kennara, þar sem útskýrð eru hugtök og námsefnið kynnt og reifað. Námsgögn eru af ýmsum toga og er athygli vakin á því að ýmis konar verkefnavinna nemenda (fyrirlestrar og framsöguerindi þar með talin) og samræða samkvæmt leiðbeiningum kennara eru mikilvægur hluti námsins. Er því áríðandi að nemendur séu virkir í náminu á öllum stigum.

Námslýsing

Í alþjóðafræði 103 er fjallað um alþjóðakerfið og valdir þættir þess skoðaðir sérstaklega. Varpað er ljósi á alþjóðasamskipti og athygli beint að tilteknum viðfangsefnum sem fjallað er um á vettvangi þjóðanna. Jafnframt er sjónum beint að utanríkismálum Íslands og þátttöku Íslendinga í fjölþjóðasamstarfi.

Efnisatriði

Einingar í alþjóðastjórnmálum. Ríki og þjóðir í alþjóðakerfinu. Ríki: Þvingunaraðferðir og þjóðfélagsgerð. Ólíkar gerðir ríkja: Flokkunarkerfi. Þættir sem hafa áhrif á alþjóðakerfið án þess að vera bundnir einstökum ríkjum. Alþjóðastofnanir; stofnanir sem grundvallaðar eru á milliríkjasamningum. Sameinuðu þjóðirnar. Ógnir og málefni sem reyna á samvinnu og samskipti ríkja og þjóða. Hvað er efst á baugi? Ógnir og málefni sem reyna á samvinnu og samskipti ríkja og þjóða. Hvað er til ráða? Ísland á vettvangi þjóðanna.

Námsmat

Lokaeinkunn fyrir áfangann er sett saman úr eftirtöldum þáttum: Lokapróf: 60%. Verkefni: 15%. Annarpróf: 15%. Ástundun og virkni, hegðun, atferli og framkoma: 10%. Gert er ráð fyrir að nemendur sæki kennslustundir og taki þátt í umræðum og verkefnavinnu.