BÓK173

Markmið

Nemendur öðlist hæfni í að: * lesa út úr bókhaldsupplýsingum *greina hvort rekstur skili hagnaði eða tapi *greina eigin fjár stöðu reksturs *greina á milli þeirra valmöguleika sem í boði eru varðandi fjármögnun. Nemendur öðlist þekkingu í: * hugtökum bókfærslunnar svo sem gjöld, tekjur, eignir, skuldir og eigið fé. * hugtökum sem tengjast fjármálalæsi svo sem vextir, verðbólga, ráðstöfunartekjur, verðtrygging, verðbætur, skattar, sparnaður og gengi. Nemendur öðlist leikni í að: * annast almennar dagbókarfærslur * færa einfalt uppgjör * setja fram efnahags- og rekstrarreikninga * færa éinfaldar færslur í Navison * reikna út hvað kostar að reka einstakling, bifreið og heimili * reikna afborganir af lánum, vexti og lántökukostnað.

Kennsluhættir

Námslýsing

Áfanginn er grunnáfangi í bókfærslu og fjármálalæsi. Í upphafi verður farið í einfaldar dagbókarfærslur, sýnt samspil dagbókar og uppgjörs. Settir upp efnahags- og rekstrarreikningar og lesið úr þeim. Nemendur munu færa bókhald fyrir lítið fyrirtæki og vinna verkefni í tengslum við það. Einnig munu nemendur fá kynningu á tölvubókhaldsforritinu Navison. Í áfanganum verður farið í fjármálalæsi og hugtök skoðuð sem snerta okkur öll og velferð okkar. Skoðað verður hvað kostar að reka okkur sem einstaklinga auk þess sem skoðaður verður kostnaður við að eiga bifreið og reka heimili. einnig verður farið í útreikinga á lánum, munur skoðaður á verðtryggðum lánum og óverðtryggðum.

Efnisatriði

Námsmat

Námsmat áfangans er símat í verkefnavinnu, hópverkefna, ástundunar og kannana.