EFN103

Markmið

Að kynna nemendum undirstöðuatriði efnafræði sem þátt í heimsmynd nútímans og veita grunnþekkingu fyrir frekara nám á háskólastigi.

Kennsluhættir

Hefðbundin kennsla fer fram í kennslutímum, þar sem hvatt er til umræðu og fyrirspurna eftir því sem tilefni gefast til. Mikil áhersla er lögð á dæmareikning. Auk þessar eru verklegar æfingar í raungreinastofu. Í raungreinastofu er tölvubúnaður sem gerir nemendum kleift að hefja skýrslugerð og útreikninga jafnframt tilrauninni.

Námslýsing

Lögð er áhersla á að nemendur noti tölvuforrit við úrvinnslu niðurstaðna. Nemendum er ætlað að tileinka sér og öðlast skilning á efni kennslutexta og viðbótarefni sem fram kemur í kennslustundum. Einnig eiga þeir að ná tökum á skýrslugerðarformi.

Efnisatriði

Frumefnin, lotukerfið, atómið, málmar, málmleysingjar og eðallofttegundir, atómmassi, mól og mólmassi. Efnatengi: sameindatengi, jónatengi og málmtengi, eðallofttegundir, gildisrafeindir og átturegla. Efnahvörf, stilling efnajafna, flokkar efnahvarfa. Útreikningar byggðir á efnahvörfum, vatn og vatnslausnir, felling og massamælingar, sýru-basa títrun.Efni í loftham: loftþrýstingur, eðlislögmál lofts, ástandsjafna lofts, efnahvörf og rúmmál lofttegunda. Efnaorka: inn- og útvermin efnahvörf, varmamælingar, varmajöfnur, myndunarvarmi, ritun varmajafna, vötnunarorka. Hraði efnahvarfa: árekstrakenningin, mælingar á hraða efnahvarfa, virkjunarorka, gangur efnahvarfa, hvatar. Atóm og skammtafræði: litróf, rafsegulbylgjur, orkuskammtar og ljóseindir. Línulitróf, orkuþrep atóma, skammtatölur, lögun og lega svigrúma. Lotubundnir eiginleikar frumefna: lotubundin rafeindaskipan, svigrúmahýsing, regla Hunds, rafeindaskipan jóna, lotubundin stærð atóma og jónunarorka, rafeindafíkn. Lögun sameinda, svigrúmablöndun, rafdrægni, skautun sameinda, blönduð einkenni tengja.

Námsmat

Skriflegt lokapróf í lok annar gildir 70%. Áfangapróf, heimaverkefni, verklegt o.fl. gilda 30% Til að vinnueinkunn reiknist inn í lokaeinkunn þarf nemandi að hafa leyst 45% lokaprófsins rétt.