EFN313

Markmið

Að kynna nemendum undirstöðuatriði lífrænnar efnafræði og lífefnafræði og veita grunnþekkingu fyrir frekara nám á háskólastigi.

Kennsluhættir

Hefðbundin kennsla fer fram í kennslutímum, þar sem hvatt er til umræðu og fyrirspurna eftir því sem tilefni gefast til. Mikil áhersla er lögð á dæmareikning. Auk þessar eru verklegar æfingar í raungreinastofu. Í raungreinastofu er tölvubúnaður sem gerir nemendum kleift að hefja skýrslugerð og útreikninga jafnframt tilrauninni. Lögð er áhersla á að nemendur noti tölvuforrit við úrvinnslu niðurstaðna. Nemendum er ætlað að tileinka sér og öðlast skilning á efni kennslutexta og viðbótarefni sem fram kemur í kennslustundum. Einnig eiga þeir að ná tökum á skýrslugerðarformi og tölfræðilegri úrvinnslu gagna í verklegum tilraunum

Námslýsing

Efnisatriði

Bygging, efnatengi og efnahvörf lífrænna sameinda. Alkanar, alkenar og alkýnar. Arómatísk hringsambönd. Rúmefnafræði og hendni. Alkýlhalíð, alkóhól, fenól og eterar. Kjarnsækin skiptihvörf, SN1 og SN2. Aldehýð og ketónar, kjarnsækin álagningarhvörf. Karboxýlsýrur og afleiður þeirra. Amín. Kolvetni, amínósýrur, peptíð, prótein, lípíð og kjarnsýrur

Námsmat

Skriflegt lokapróf í lok annar gildir 70%. Áfangapróf, heimaverkefni, verklegt o.fl. gilda 30%. Til að vinnueinkunn reiknist inn í lokaeinkunn þarf nemandi að hafa leyst 45% lokaprófsins rétt.