FRA503
Markmið
Að nemendur: hafi vald á skýrum framburði, eðlilegu hljómfalli og blæbrigðum bæði í upplestri og tali auki enn við orðaforða sinn og geti notað hann í nýju samhengi geti skilið í aðalatriðum almennar samræður og umfjöllun um ýmis efni geti tekið þátt í almennum samræðum og tjáð sig skriflega um almenn efni, sem og efni sem tengist bókmenntum og menningu geti lesið ýmsar gerðir texta, svo sem bókmenntatexta, nytjatexta og blaða- og tímaritsgreinar þjálfist í að afla sér fróðleiks um ýmis efni, t.d. á Netinu og í orða- og alfræðibókum fái innsýn í franskar bókmenntir og listir og kynnist betur Frakklandi.
Kennsluhættir
Notaðar verða fjölbreyttar kennsluaðferðir, fyrirlestrar, kynningar og verkefnatímar. Nemendur eru sjálfir virkir í tímum og flytja m.a. kynningu og segja frá bók.
Námslýsing
Á fjórða ári er áhersla á lestur bókmennta og fræðslu um franska menningu. Áfram er haldið að þjálfa færniþættina fjóra: lestur, hlustun, tal og ritun. Nemendur eru hvattir til aukins sjálfstæðis í vinnubrögðum og til notkunar á orða- og alfræðibókum sem og Netsins við upplýsingaleit. Nemendur lesa bókmenntaverk, blaða- og tímaritsgreinar, horfa á kvikmyndir og fást við þætti sem tengjast frönskumælandi löndum og menningu þeirra í sem víðustum skilningi. Skrifleg og munnleg umfjöllun um viðfangsefnin. Nemendur vinna þemaverkefni og flytja þau fyrir aðra nemendur í hópum.
Efnisatriði
Lesnar verða 2 - 3 smásögur og skáldsagan Les petits enfants du siècle. Einnig verður upprifjun á málfræði. Nemendur vinna hópverkefni um borg að eigin vali. Það verkefni verður hluti af munnlegu prófi. Tal og hlustun verða æfð jöfnum höndum.
Námsmat
Áfanginn er símatsáfangi. Lesskilning og ritfærni má meta með skriflegum prófum jafnt og þétt yfir önnina og skilning á mæltu máli með hlustunarkönnunum á önninni og/eða hlustunarprófi í lokin og munnlega færni með talæfingum á önninni og/eða munnlegu prófi í annarlok. Mikilvægt er að nemendum sé í upphafi annar gerð grein fyrir þeim atriðum sem matið byggir á hverju sinni. Vægi hvers þáttar í einkunn er mismunandi eftir árum og kynnir kennari nemendum í upphafi hvers vetrar hvernig vinnueinkunn er gefin í frönsku.