ÍSL303

Markmið

Nemandi - átti sig á skiptingu bókmenntasögunnar í tímabil óskráðra og skráðra bókmennta - átti sig á hvenær menn hyggja að einkum hafi verið lögð stund á hverja bókmenntagrein á tímabilinu 800-1550 - þekki forna bragarhætti, a.m.k. fornyrðislag, ljóðahátt og dróttkvæðan hátt - þekki sögu helstu eddukvæða - átti sig á skiptingu eddukvæða í goðakvæði og hetjukvæði - geti tekið saman nokkrar vísur eddukvæða og dróttkvæðar vísur, skilið þær og skýrt vandlega og gert grein fyrir efni þeirra, heimsmynd og hugmyndafræði - þekki algengustu yrkisefni dróttkvæðaskálda - þekki skáldamál dróttkvæða og eddukvæða, heiti og kenningar - geti við lestur dróttkvæða nýtt hugtök sem varða orðaröð og setningagerð - kynni sér upphaf ritmennta á Íslandi, kannist við helstu skólasetur til forna, fræðirit, bókagerð og varðveislu handrita - þekki helstu sérkenni konungasagna, biskupasagna, samtíðarsagna, Íslendingasagna, Íslendingaþátta, fornaldarsagna Norðurlanda og riddarasagna - lesi a.m.k. eina viðamikla Íslendingasögu og geti gert grein fyrir efni hennar og hugmyndaheimi - átti sig á orðaforða, orðmyndun og nokkrum helstu beygingareinkennum fornmáls í þeim textum sem lesnir eru, t.d. beygingu nafnorða, fornafna, lýsingarorða og sagna - geti aflað sér heimilda um tiltekið efni og skrifi um það ritgerð samkvæmt viðurkenndum reglum með eða án samþættingar við aðrar greinar - fái tækifæri til að tjá sig skriflega um efni tengt áfanganum og flytja það munnlega með áherslu á skýra framsögn - þjálfist í upplestri fornra texta með áherslu á viðeigandi hrynjandi - fái tækifæri til að skoða sýnishorn af fornum handritum - fái tækifæri til að skoða myndbönd og myndlist og nýta sér margmiðlunarefni sem unnið hefur verið í tengslum við fornbókmenntir - fari á söguslóðir ef því verður við komið

Kennsluhættir

Námslýsing

Efnisatriði

Nemendur kynnast fornum fræðiritum, fornum kveðskap: eddukvæðum, dróttkvæðum, helgikvæðum og sagnadönsum; því helsta í sagnaritun: konungasögum, biskupasögum, samtíðarsögum, Íslendingasögum, Íslendingaþáttum, fornaldarsögum Norðurlanda og riddarasögum. Nemendur lesa vel eina fornsögu og fjalla um hana bæði munnlega og skriflega, túlka hana og bera saman við eigin reynslu og hugmyndaheim. Þeir fræðast einnig um orðaforða, beygingarkerfi og setningagerð fornmáls í tengslum við þá texta sem lesnir eru. Þeir kynnast efni á sviði lista og margmiðlunar sem hæfir áfanganum, svo og efni á Netinu og fá tækifæri til að nota tölvu við frágang verkefna.

Námsmat

Í áfanganum má t.d. meta einstaklings- og hópverkefni tengd afmörkuðum þáttum fornbókmennta. Námsmat getur að öðru leyti byggst á þekkingu, skilningi og greiningu á íslenskum fornbókmenntum, hugmyndafræði þeirra og málfarslegum einkennum. Lokapróf: 60% Vinnueinkunn: (Skrifleg próg og verkefni).40% Nemendur þurfa að ná lágmarkseinkunn 4,5 á lokaprófi til að vinnueinkunn gildi.