ÍSL403

Markmið

Áfanginn byggir að mestu á sjálfstæðri vinnu nemenda. Meginmarkmið áfangans er að efla málvitund nemenda með því að þjálfa þá í gerð ólíkra tegunda ritsmíða og samtvinna þá þjálfun við almenna þekkingarleit í gegnum lestur og túlkun texta. Að áfanga loknum á nemandi að geta: a) metið gæði ritaðs og talaðs máls og greint ólík málsnið, b) aflað sér upplýsinga með lestri texta og viðtölum við fólk, c) miðlað upplýsingum í ræðu og á formi ritsmíða á borð við blaðaviðtöl, skýrslur, ritdóma eða gagnrýni.

Kennsluhættir

Námslýsing

Efnisatriði

Lögð er áhersla á að auka hæfni nemenda til að skilja ólíka texta frá fyrri öldum og bera þá saman við nútímatexta. Lesin eru brot úr verkum höfunda frá lærdómsöld, upplýsingaröld auk brota úr rómantík og raunsæi 19. aldar. Nemendur læra einkenni þessara bókmenntaskeiða, kynnast umræðu sem fram fór á hverjum tíma um mál og menningu og bera hana saman við nútímann. Nemendur kynnast því hvernig erlendir hugmyndastraumar hafa haft áhrif á bókmenntir, menningu og málfar tímabilsins. Auk þessa fá nemendur tækifæri til að tjá skoðanir sínar í ræðu og riti og fara í leikhús og söfn eftir því sem aðstæður leyfa.

Námsmat

Námsmat: Lokapróf: 50% Vinnueinkunn: 50% (Ritunarverkefni, tjáning og skynipróf). Nemendur þurfa að ná lágmarkseinkunn 4,5 á lokaprófi til að vinnueinkunn gildi.