ÍSL503

Markmið

Nemendur - öðlist innsýn í bókmenntasögu 20. aldar - átti sig á áhrifum erlendra menningarstrauma á íslenskar bókmenntir 20. aldar - þekki helstu hugtök sem tengjast bókmenntastefnum 20. aldar - geri sér grein fyrir hlutverki bókmennta í samfélaginu og áhrifum þeirra á einstaklinga og samfélag - geti gert grein fyrir nokkrum helstu höfundum og verkum tímabilsins - lesi ljóð nokkurra höfunda 20. aldar og átti sig á listrænum einkennum þeirra - lesi smásögur frá upphafi aldarinnar, miðri öldinni og seinni hluta aldarinnar og átti sig á listrænum einkennum þeirra - lesi skáldsögur sem endurspegla ólíkar bókmenntastefnur og átti sig á listrænum einkennum þeirra - þekki bragarhætti og kunni að lesa úr myndmáli og stílbrögðum ljóða frá 20. öld - geti greint málfarsleg einkenni mismunandi stíls og atriði sem lúta að framsetningu máls - þjálfist í upplestri eigin texta og annarra með áherslu á ólíka viðtakendur og tilefni - skrifi ritgerð sem byggist á greiningu og túlkun texta með aðstoð hugtaka úr bókmenntafræði - vinni undir leiðsögn kennara að bókmenntakynningum sem fela í sér greiningu bókmenntatexta, upplýsingaöflun og lestur fræðitexta - fái tækifæri til að nýta sér fræðsluefni eða listrænt efni í hljóð- og myndformi, t.d. efni á myndböndum, geisladiskum, snældum og/eða margmiðlunarefni, sem unnið hefur verið í tengslum við bókmenntir tímabilsins - fái tækifæri til að fara á leiksýningu í leikhúsi og fjalli um hana - nýti tölvutækni til að ganga frá textum til verkefnaskila, útgáfu eða birtingar á vefsíðum á Netinu - læri að leita að heimildum sem tengjast efni áfangans á Netinu

Kennsluhættir

Námslýsing

Efnisatriði

Nemendur fást áfram við bókmenntafræðileg hugtök, s.s. tíma og umhverfi, byggingu, stíl, boðskap, persónusköpun, minni, myndmál og vísanir. Nemendur þjálfast í sjálfstæðri túlkun bókmenntatexta, kynnast endurnýjun ljóðformsins og átta sig á helstu einkennum óhefðbundinna ljóða. Nemendur athuga málfarsleg einkenni mismunandi stíls og atriði sem lúta að framsetningu máls. Gerð er krafa um nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð. Nemendur fá tækifæri til að tjá sig bæði munnlega og skriflega um efni áfangans og fara í leikhús. Þeir kynnast einnig efni á sviði myndlistar, tónlistar eða margmiðlunar sem hæfir áfanganum og fá tækifæri til að nota tölvu við frágang og birtingu verkefna.

Námsmat

Í áfanganum má t.d. meta vinnu nemenda í kennslustundum, fyrirlestra og skrifleg verkefni tengd hugmyndum og málfarslegum einkennum mismunandi stíls sem endurspeglast í bókmenntum 20. aldar. Námsmat byggist að öðru leyti á þekkingu, skilningi og greiningu á íslenskum bókmenntum tímabilsins, hugmyndafræði þeirra og stíl. Námsmat fer fram með skriflegum prófum, ritunarverkefnum og tjáningarverkefnum. Nemendur þurfa að ná lágmarkseinkunn 4,5 á lokaprófi til að vinnueinkunn gildi.