ÍÞR301
Markmið
Megináherslan er á að nemendur fái fjölbreytta og góða hreyfingu. Auk þess að þau auki sjálfstæð vinnubrögð með það að markmiði að þau muni stunda heilsurækt þegar skólagöngu líkur.
Kennsluhættir
Nemendur hafa einn fastan íþróttatími í viku. Til viðbótar fá nemendur 4 tíma á önn þar sem þeim gefst kostur á að velja sér hreyfingu við hæfi.
Námslýsing
Unnið er markvisst að því að byggja upp (auka) þol, styrk, samhæfingu hreyfinga og að viðhalda liðleika. Unnið er með gildi þess að búa yfir góðu þoli auk styrks auk sjálfstæðra vinnubragða við skipulag eigin hreyfingar.
Efnisatriði
Ýmsir knattleikir, dans, þolfimi (herþjálfun), stöðvahringir, jóga, ýmsir leikir o.fl.
Námsmat
Mat byggist á þeim þáttum sem unnið er með yfir önnina. Ástundun, mætingar og virkni í tímum 60% Afkastamælingar: 40% sem skiptist þannig: Þolpróf 20% Styrkur 20%