LKN101
Markmið
Nemandi - geti nýtt sér námsframboð og námsleiðir skólans á sem árangursríkastan hátt; það felur í sér að nemandi sé fær um að skoða mismunandi námsleiðir. - læri árangursríkar aðferðir við nám í framhaldsskóla. - geti nýtt sér ýmsa félagsstarfsemi og aðra nemendaþjónustu sem er í boði innan skólans; það felur í sér að nemandi fái tækifæri til að kynnast og að taka virkan þátt í félagsstarfi skólans í samræmi við áhugasvið sitt. - viti hvaða sérfræðiþjónustu skólinn hefur upp á að bjóða og hvar hennar er að leita, t.d. umsjónarkennara,námsráðgjafa, skólasafnið og skrifstofan. - geti tekið virkan þátt í jafnréttisumræðu -verði meðvitaður um mikilvægi þess að tileinka sér heilbrigðan lífsstíl. - verði meðvitaður um mikilvægi hollrar fæðu. - verði meðvitaðri um eigin líkamsbeitingu og mikilvægi hreyfingar. - þekki skaðsemi áfengis og tóbaks.
Kennsluhættir
Námslýsing
Nemandinn tekur þennan áfanga í upphafi náms við framhaldsskóla og er hann kenndur eina kennslustund á viku yfir báðar annir. Einn kennari hefur yfirumsjón með áfanganum og sér um skipulag hans. Í áfanganum mun nemandinn fá kynningu á námsleiðum innan skólans, skólareglum, skólastarfinu og félagslífi skólans. Einnig mun nemandi ræða um jafnrétti og mikilvægi þess að tileinka sér heilsusamlegan lífsstíl. Sérfræðingar í málefnum ungs fólks heimsækja skólann og ræða við nemendur eftir því sem tök eru á.
Efnisatriði
Námsmat
Námsmat byggir á ástundun og fær nemandi einkunnina staðið í lok skólaárs. Engin próf eru í áfanganum en ýmis verkefni eru unnin í tengslum við námsefnið.