LKN121

Markmið

Nemandi - fái kynningar á þeim námsleiðum sem í boði eru að loknu stúdentsprófi - fái kynningu á stofnunum sem gagnlegar eru við leit að námi eða störfum að loknu stúdentsprófi - geti tekið virkan þátt í samfélagslegri umræðu - fái kynningar á ýmsum menningartengdum viðburðum - verði meðvitaður um mikilvægi þess að tileinka sér heilbrigðan lífsstíl

Kennsluhættir

Námslýsing

Nemandinn tekur þennan áfanga í 6. bekk og er hann kenndur eina kennslustund á viku yfir báðar annir. Í áfanganum mun nemandinn fá kynningu á námsleiðum að loknu stúdentsprófi ásamt ýmsum öðrum valkostum, t.d. sjálfboðaliðastarfi. Einnig mun nemandi fá kynningu málefnum sem eru ofarlega á baugi í samfélaginu og tækifæri til þess að ræða þau. Einnig er lögð áhersla á að nemandi átti mikilvægi þess að tileinka sér heilsusamlegan lífsstíl. Sérfræðingar á ólíkum sviðum heimsækja skólann og ræða við nemendur eftir því sem tök eru á.

Efnisatriði

Námsmat

Námsmat byggir á ástundun og fær nemandi einkunnina „staðið“ í lok skólaárs. Engin próf eru í áfanganum en ýmis verkefni eru unnin í tengslum við námsefnið.