LÖG103

Markmið

Að nemendur: fái innsýn í réttarreglurnar og geri sér grein fyrir hvernig þær verka á samskipti manna öðlist almenna fræðslu um íslenska lögskipan

Kennsluhættir

Kennsla fer fram með fyrirlestrum kennara, umræðum, ýmiss konar verkefnavinnu, m.a. þar sem nemendur vinna saman í hópum. Heimsóknir í Alþingi o.fl. Gestafyrirlesarar. Uppsetning dómsmáls.

Námslýsing

Lögfræði sem fræðigrein kynnt, fjallað um nokkur mikilvæg grundvallarhugtök og fræðikerfi lögfræðinnar. Fjallað verður um hugtakið réttarheimild og allar helstu tegundir réttarheimilda sem beitt er í íslenskum rétti. Grunnreglum réttarfars verða gerð skil, bæði almennum reglum einkamálaréttarfars og opinbers réttarfars svo og reglum um fullnusturéttarfar, þ.á.m. reglum um aðför og gjaldþrotaskipti. Farið er yfir stofnun löggerninga, helstu meginreglur kröfuréttarins, lausafjárkaup og fasteignaviðskipti. Þá verður farið yfir meginreglur sifjaréttar, stofnun og slit hjúskapar og reglur um fjármál hjóna. Loks verður farið yfir fjármál einstaklinga og rekstur heimilis.

Efnisatriði

Réttarheimildir. Stjórnskipun Íslands. Dómstólar. Lausafjárkaup. Samningaréttur. Fasteignaviðskipti. Hjúskapur. Barnaréttur. Erfðir. Vinnumarkaðurinn. Félög og skattar.

Námsmat

25% Vinnueinkunn 75% Skriflegt lokapróf með lágmarkseinkunn 4.0