LOK1712

Markmið

Nemendur öðlist þekkingu í: - Kenningum og hugtökum stjórnunar. - Kenningum og hugtökum markaðsfræðinnar. Nemendur öðlist leikni í að: - Leita sér upplýsinga á netinu. - Greina upplýsingar er snúa að fyrirtækjarekstri. - Stýra verkefnavinnu. - Taka á sig ábyrgð og sýna frumkvæði í vinnu. Nemendur öðlist hæfni í að: - Stofna fyrirtæki og reka það. - Vinna saman í hópum. - Setja fram og kynna á skýrann hátt upplýsingar um tiltekið efni. - Gera viðskiptaáætlun. - Framkvæma markaðsrannsókn.

Kennsluhættir

Námslýsing

Áfanginn skiptist í nokkrar lotur. Í fyrstu lotunni verður farið almennt í hvernig fyrirtæki starfa, farið í mismunandi form þeirra og starfsemi. Nemendur fá innsýn í starfsemi fyrirtækja með því að fá heimsóknir frá stjórnendum, skoða heimasíður og fara í vettvangsferðir. Nemendur munu gera sína eigin ferilskrá og farið verður í mikilvægi þess að hafa allar upplýsingar vel framsettar. Í lok lotunnar skipta nemendur sér í hópa sem munu starfa saman í gegnum allar loturnar. Nemendur munu koma sér saman um hugmynd fyrir eigið fyrirtæki. Skipta með sér verkefnum og undirbúa stofnun þess. Í lotu tvö verður farið í kenningar og hugtök stjórnunar. Útskýrt er hvernig þjóðfélagsbreytingar hafa gert það að verkum að menn leggja nú meiri áherslu á stjórnun en áður. Leitast er við að veita nemendum innsýn í störf stjórnenda og kynna þeim ýmis verkefni sem þeir inna af hendi. Farið er í stjórnunarferlið, mismunandi gerðir stjórnskipulaga, setningu markmiða, áætlanagerð og upplýsingastreymi. Áhersla er lögð á að upplýsa nemendur um samspil stjórnunar og samstarfs og mikilvægi þess að starfsmenn séu ánægðir í sínu starfi. Nemendur vinna einnig að viðskiptaáætlun fyrir fyrirtækið sitt. Í lotu þrjú verður markaðsfræðin tekin fyrir. Nemendur fá kynningu á hugtökum og viðfangsefnum hennar. Auk þess munu nemendur gera markaðsrannsókn í tengslum við fyrirtækið sitt. Lota fjögur fer í að markaðsetja fyrirtækið, kynna vöruna og selja hana. Nemendur kynna afrakstur sinn í lok áfangans.

Efnisatriði

Námsmat