NÁT103

Markmið

Markmið áfangans er að veita nemendum þekkingu á lífverum jarðar. Áhersla er lögð á flokkun lífvera, umhverfisfræði, efðir, erfðaefnið, lífeðlisfræði mannslíkamans, æxlun og efnasamsetningu lífvera.

Kennsluhættir

Hefðbundin kennsla fer fram í kennslutímum með fyrirlestrum, þar sem hvatt er til umræðu og fyrirspurna eftir því sem tilefni gefast til. Helstu hjálpartæki eru t.d. myndbönd og litskyggnur. Auk þessa eru verklegar æfingar í raungreinastofu, en þar er tölvubúnaður sem gerir nemendum kleift að hefja skýrslugerð og útreikninga jafnframt tilrauninni. Lögð er áhersla á að nemendur noti tölvuforrit (t.d. Excel) við úrvinnslu niðurstaðna. Nemendum er ætlað að tileinka sér og öðlast skilning á efni kennslutexta og viðbótarefni sem fram kemur í kennslustundum. Einnig eiga þeir að ná tökum á skýrslugerðarformi og tölfræðilegri úrvinnslu gagna í verklegum tilraunum.

Námslýsing

Áhersla er lögð á að veita nemendum almenna heildarmynd af ýmsum mikilvægum þáttum sem líffræðin fjallar um, svo sem almennum einkennum lífvera, umhverfisfræði, mannslíkamann, æxlun, erfðir og líftækni.

Efnisatriði

Almenn einkenni, nafngiftir, flokkun og fjölbreytni lífvera (veirur, bakteríur, frumverur, skordýr, hryggdýr og fræplöntur). Fruman, lífræn efni, vefir, líffæri, líffærakerfi, næringarforði lífvera og orkuvinnsla. Mannslíkaminn: melting, öndun, blóðrásarkerfi, húðin, lifur, nýru, taugakerfið, sjón, heyrn og beinagrindin. Æxlun: kyn- og kynlaus æxlun, frumuskipting, æxlunarkerfi manna, kynfrumur. Erfðir: litningar, gen, meginlögmál erfðafræðinnar, erfðir manna. Kjarnsýrur og prótín, eftirmyndun DKS, prótínmyndun, erfðatækni og siðferðisleg vandamál. Lífverur og umhverfi þeirra: (fæðutengsl, stofnar, áhrif manna á umhverfi sitt og ástand umhverfismála á Íslandi).

Námsmat

Skriflegt lokapróf í lok annar gildir 70%. Áfangapróf, heimaverkefni o.fl. gilda 30%. Til að vinnueinkunn reiknist inn í lokaeinkunn þarf nemandi að hafa leyst 45% lokaprófsins rétt.