PER173

Markmið

Kennsluhættir

Námslýsing

Farið verður í gegnum lífsleikniáfangann sem allir nýnemar fara í gegnum og en einnig í ýmis efni sem tengjast almennri persónufærni. Farið verður yfir hvernig starfsfólk getur eflt sig og styrkt sem einstaklingar og í samskiptum við aðra. Áhrif góðrar sjálfsmyndar á hæfni í samskiptum, áhrif þess á starfsandann og hvernig starfsmenn geta skapað gott andrúmsloft og góða samvinnu á vinnustað. Rætt verður um leiðir til að byggja sig upp og stuðla þannig að auknu sjálfsöryggi og sjálfstæði. Áhersla er lögð á hugann og hvernig jákvætt viðmót skiptir máli fyrir starfsmanninn sjálfan, samstarfsfólk og umhverfið í heild. Fjallað verður um námsaðferðir og námstækni og nemendum kenndar hagnýtar aðferðir við að tileinka sér nýja þekkingu. Skipulag og vinnubrögð við nám tekið fyrir og nemendum bent á árangursríkar leiðir og hvað beri að forðast.

Efnisatriði

Námsmat