SAG203

Markmið

Að nemendur öðlist þekkingu og skilning á sögu mannsins á 19. og 20. öld. . Að nemendur skilji áhrif ýmissa þátta í menningu, atvinnuháttum og stjórnmálum á vestræn þjóðfélög nútímans, þar á meðal okkar eigið samfélag. Nánar um markmið sögunnar almennt og áfangamarkmið, sjá skólanámskrá og bls. 85 – 89 í Aðalnámskrá framhaldsskóla. Samfélagsgreinar ( http://www.menntamalaraduneyti.is/utgefid-efni/namskrar//nr/307 ).

Kennsluhættir

Kennsluaðferðir eru í meginatriðum þrenns konar. Í fyrsta lagi eru fyrirlestrar kennara þar sem námsefnið er reifað og hugtök útskýrð. Þá eru umræður og loks verkefnavinna nemenda; úr námsefninu sjálfu eða öðru sem því tengist.

Námslýsing

Í SAG203 er fjallað um Íslands- og mannkynssögu frá upphafi 19. aldar og til samtímans.

Efnisatriði

Franska byltingin og Napóleonstíminn. Rómantík og þjóðernisstefna. Sjálfstæðisbarátta Íslendinga. Byltingar á fyrri hluta 19. aldar og hugmyndastefnur þeirrar aldar. Iðnbyltingin og þróun hennar á 19. öld og 20. öld. Nýlendustefnan á s.hl. 19. aldar og fyrri hluta þeirrar 20. Daglegt líf og atvinnuhættir á Íslandi á 19. öld. Heimsstyrjöldin fyrri. Heimastjórn og fullveldi á Íslandi. Togarabyltingin. Byltingin í Rússlandi. Millistríðsárin. Seinni heimsstyrjöld. Kalda stríðið og endalok þess. Frjálsar þjóðir í 3. heiminum.

Námsmat

Lokaeinkunnin skiptist í tvo hluta. Annars vegar lokaprófið sem gildir 50% og hins vegar skyndipróf, verkefni, ástundun og frammistöðu í tímum sem gildir 50%. Lágmarkseinkunn á lokaprófi til að standast áfangann er 4,5 án námundunar. Lágmarkslokaeinkunn (vegið meðaltal lokaprófs og vinnueinkunnar) er 5,0 (sbr. skólareglur)