SIÐ173

Markmið

• að nemandi þekki grundvallar siðfræðileg hugtök á borð við réttindi og skyldur, ábyrgð, dygð, o.s.frv. • að nemandi geti tjáð sig með rökum um siðferðileg vandamál • að nemandi hafi tileinkað sér að taka siðferðilegt sjónarhorn í greiningu aðstæðna • að nemandi geti nýtt siðferðileg hugtök sérstaklega í tengslum við samskipti í starfsmannahópum og við viðskiptavini • nemandi átti sig á siðferðilegum vandamálum tengdum internetinu, einkum varðandi tölvupóst og samksiptasíður

Kennsluhættir

Kennsluaðferðir byggja að miklu leyti samræðum, t.d. heimspekikaffihús og sókratísk samræða og hagnýtum athugunum nemenda og kynningum þeirra á þeim. Leitast verður við að fara út fyrir kennslustofuna eftir því sem við á og eiga samstarf við aðrar greinar þar sem því verður við komið.

Námslýsing

Þetta námskeið byggir á hagnýtum siðfræðilegum og heimspekilegum pælingum um lífið almennt og sérstaklega varðandi starf í verslun og viðskiptum. Námsefni verður margvíslegt efni af neti, kvikmyndum o.s.frv. og lögð verður áhersla á að vinna með efnivið úr nærumhverfi nemenda, ekki verður stuðst við eina ákveðna bók.

Efnisatriði

Námsmat

Námsmat byggir á símati, siðferðilegri dagbók nemenda sem og kynningum þeirra og skriflegum greinargerðum.