STÆ203

Markmið

Að nemendur: • hafi fullt vald á bókstafareikningi • þekki til útreikninga með margliðum og þá sérstaklega öllu sem viðkemur 2. stigs margliðum • hafi velda- og rótarreglur á valdi sínu • þekki aðferðir til að leysa annarsstigs jöfnur • þekki tvívítt hnitakerfi og geti teikna ferla 1. og 2. stig margliða • þekki hugtakið fall og skilgreiningar- og myndmengi þeirra

Kennsluhættir

Námslýsing

Lagður er grunnur að skilningi nemandans á rauntalnakerfinu. Áframhaldandi þjálfun í lausn jafna. Velda- og rótarreikningur . Margliður skilgreindar og ýmsar aðgerðir á þeim. Tvívíða hnitakerfið, jafna beinnar línu ásamt jöfnu fleygboga. Annars stigs margliður eru leystar og almenn formúla leidd út.

Efnisatriði

Mengi og mengjaaðgerðir. Frumtölur, heiltölureikningur, lotutugabrot og brotabrot. Talnalínan, algildi og biltákn. Liðun og þáttun, brotareikningur. Jöfnur, annars stigs jöfnur, algildisjöfnur, línulegar ójöfnur. Velda- og rótarreglur, brotin veldi. Margliður, skilgreining, deiling margliða, núllstöðvar margliðar, formerki margliða. Hnitakerfið, jafna beinnar línu. Jafna fleygboga, topppunktar, skurðpunktar milli ferla. Föll, skilgreiningar- og myndmengi.

Námsmat

Próf í áfanganum í annarlok gildir 75% af lokaeinkunn en 25% lokaeinkunnar byggir á frammistöðu nemenda á önninni þ.m.t. í skyndiprófum og örprófum, heimadæmum og ástundun. Próf í annarlok er 120 mínútur. Þar er m.a. prófað í fræðilegu efni. Takið eftir : Nemandi þarf að fá a.m.k. 4,0 (ekki upphækkað) í einkunn á lokaprófinu og a.m.k. 5,0 (upphækkað) í lokaeinkunn til að standast áfangann.