STÆ403

Markmið

Að nemendur: • hafi góðan skilning á rauntöluföllum og kunni mun á mismunandi flokkun þeirra t.d. jafnstæð-oddstæð • þekki vísis- og lograföll auk hornafallanna og andhverfu þeirra • geri sér grein fyrir markgildum falla og tengslum samfelldni og diffrunar • kunni skilgreiningu á diffurkvóta og geti notað hana til ákvörðunar á útgildum, beygjuskilum, einhalla og fleiri þáttum í sambandi við feril falls • kunni skil á öllum reglum og völdum sönnunum

Kennsluhættir

ATHUGIÐ Á LOKAPRÓFI ER EKKI HEIMILT AÐ HAFA GRAFÍSKA REIKNIVÉ EÐA VÉL SEM GETUR GEYMT TEXTA.

Námslýsing

Yfirgripsmikið námsefni þar sem fengist er við grundvallarhugtök stærðfræði-greiningar. Nemendur fá þjálfun í notkun diffurreiknings og eru allar reglur, sem tengjast honum, leiddar út. Mikil áhersla er lögð á að nemendur tileinki sér aðferðir sem notaðar eru við heildun og fá þeir mikla þjálfun í beitingu þeirra. Leitast er við að nemendur skilji samhengi þeirra hluta stærðfræðinnar sem á undan eru komnir.

Efnisatriði

Fallafræði, eintækni, einhalli, samsett föll, andhverf föll. Margliður, ræð föll, markgildi, diffrun, rannsókn falla, ferlateikningar, hornaföll, vísisföll, lograföll.

Námsmat

Próf í áfanganum í annarlok gildir 75% af lokaeinkunn en 25% lokaeinkunnar byggir á frammistöðu nemenda á önninni þ.m.t. í skyndiprófum og örprófum, heimadæmum og ástundun. Próf í annarlok er 120 mínútur. Þar er m.a. prófað í fræðilegu efni. Takið eftir : Nemandi þarf að fá a.m.k. 4,0 (ekki upphækkað) í einkunn á lokaprófinu og a.m.k. 5,0 (upphækkað) í lokaeinkunn til að standast áfangann.