STÆ503
Markmið
Að nemendur: kunni skilgreiningu á stofnfalli og óákveðnu heildi geti fundið flatarmál svæðis á milli ferla geti fundið rúmmál snúða sem fást með snúningu um láréttar línur kunni og geti notað aðferðir við heildun, hlutheildun, innsetningu og stofnbrotsliðun þekki til diffurjafna af 1. stigi og og geti leyst línulegar jöfnur og þær sem hægt er að beita aðskilnaði breytistærða þekki til mismuna- og kvótaraða og geti reikna tiltekna liði og summu hafi kynnst lögmálinu um stærðfræðilega þrepun kunni skil á öllum reglum og völdum sönnunum
Kennsluhættir
Námslýsing
Heildun er aðalhluti þessa áfanga. Heildun kemur m.a. við sögu í flatarmálsútreikningi og lausn diffurjafna. Auk heildunar er kafli um runur og raðir og hagnýtingu. Lögð er áhersla á skilmerkilega framsetningu við lausn verkefna.
Efnisatriði
Heildun, heildunaraðferðir, hlutheildun, innsetning og stofnbrotsliðun. Flatarmál. Þrepun. Mismuna- og kvótarunur og raðir og summur þeirra
Námsmat
Próf í áfanganum í annarlok gildir 75% af lokaeinkunn en 25% lokaeinkunnar byggir á frammistöðu nemenda á önninni þ.m.t. í skyndiprófum og örprófum, heimadæmum og ástundun. Próf í annarlok er 120 mínútur. Þar er m.a. prófað í fræðilegu efni. Takið eftir : Nemandi þarf að fá a.m.k. 4,0 (ekki upphækkað) í einkunn á lokaprófinu og a.m.k. 5,0 (upphækkað) í lokaeinkunn til að standast áfangann.