STÆ523

Markmið

Að nemendur: • þekki skilgreiningar og frumreglur í þrívíðri rúmfræði • geti fundið horn og lengdir í margflötungum • geti beitt vigurreikningi við hin ýmsu verkefni í hnitarúmfræði • þekki stikafrom línu og sléttu og jöfnu sléttu • þekki hugtök og skilgreiningar í kúluhornafræði • geti fundið fjarlægðir á kúluyfirborði • hafi kynnst hvernig rúmfræði, þar sem fjöldi punkta er endanlegur, er safn af frumreglum • geti sannað og rökstutt einfaldar reglur í endanlegri rúmfræði • geti sannað reglur sem koma fyrir í áfanganum

Kennsluhættir

Námslýsing

Þrívíð rúmfræði, hnitarúmfræði, er meginefnið en síðan er nemendum kynnt kúluhornafræði og endanlega rúmfræði. Þannig kynnast nemendur því að það er ekki bara ein gerð og eitt sett af reglum sem gilda í rúmfræði.

Efnisatriði

Saga rúmfræðinnar, frumsendur, setningar og sannanir. Vigrar, stikun línu og sléttu, skurðpunktar hluta í þrívíðu rúmi. Jafna sléttu og fjarlægð punkts frá sléttu. Krossmargfeldfeldi. Kúluhornafræði, þríhyrningar og pólaþríhyrningar, kósínusreglur og sínusreglan. Endanleg rúmfræði.

Námsmat

Munnlegt próf er í lok áfangans og gildir það 50%. Heimadæmi og önnur verkefni á önninni gilda 50%. Nemendur þurfa að ná báðum þessum matsþáttum þ.e. fá a.m.k. 4.5 í hvorum til að standast áfangann.