ÞJÓ313

Markmið

• Efla skilning og þekkingu nemenda á því hvernig fyrirtæki eru skipulögð og rekin. • Kynna ólíkan starfsvettvang og undirstöðuatriði þess að taka þátt í atvinnulífi. • Þróa skilning nemenda á lögmálum efnahagslífsins sem hafa áhrif á ákvarðanatöku og rekstur fyrirtækja. • Hlúa að jákvæðum samskiptum á milli nemenda og fólks/fyrirtækja úr atvinnulífinu.

Kennsluhættir

Áfanginn er að hluta til verklegur, byggður upp á einu stóru verkefni sem nemendur vinna í sameiningu. Fyrirlestrar og ráðgjöf af hálfu kennara og annarra gesta. 4 Kennslutímar á viku, 60 mínútur í senn.

Námslýsing

Áfanginn miðar að því að efla skilning nemenda á fjölbreyttum fyrirtækjarekstri. Fjallað er um lögmál efnahagslífsins, mismunandi starfssvið og mikilvægi jákvæðra samskipta. Nemendur þróa viðskiptahugmynd og framkvæma nauðsynlegan undirbúning fyrir stofnun fyrirtækis. Nemendur fjármagna stofnunina með sölu hlutabréfa, ráða í stöðugildi og búa til ítarlega viðskiptaáætlun. Henni er hrint í framkvæmd og fyrirtækið síðan gert upp með ársreikningi og skýrslu í lok tímabilsins. Framkvæmdin er höfð eins raunveruleg og kostur er. Höndlað er með peninga og nemendum veitt ábyrgð til mikilvægrar ákvarðanatöku.

Efnisatriði

Námsmat

Símatsáfangi. Fyrirtækjasmiðjan 60%, lokapróf 20%, verkefni 15% og ástundun 5%