ÞÝS103

Markmið

Að nemandi * geri sér grein fyrir mikilvægi eigin vinnu til að ná árangri í námi * hafi öðlast nokkra þekkingu á legu og staðháttum þýskumælandi landa Hlustun: * skilji einföld fyrirmæli kennarans á þýsku í kennslustofunni * skilji skýrt talað mál með einföldum orðaforða um efni sem varðar daglegt líf og tekið hefur verið fyrir í áfanganum * geti greint stök lykilorð eða afmarkaðar upplýsingar í talmáli á eðlilegum hraða í hlustunaræfingum Lestur: * geti lesið og skilið stutta texta með einföldum orðaforða * átti sig á meginefni í lengri texta sem skrifaður er á léttu máli þó hann skilji ekki hvert einast orð * geti nýtt sér þýsk-íslenska orðabók við upplýsingaöflun Tal: * hafi náð öryggi í réttum framburði, sérstaklega varðandi þau atriði þar sem ónákvæmur framburður getur valdið misskilningi * geti brugðist við einföldum fyrirmælum kennara á þýsku * geti óhræddur tjáð sig munnlega með einföldum setningum um afmarkað efni sem hann þekkir vel Ritun: * geti tjáð sig skriflega með réttri stafsetningu í enföldum aðalsetningum um afmarkað efni sem fjallað hefur verið um * geti beitt reglum rétt í málfræðiæfingum

Kennsluhættir

Námslýsing

Unnið er með kennslubók í bókarformi og á tölvudiski. Grunnorðaforði til að gera grein fyrir sjálfum sér og sínu nánasta umhverfi er þjálfaður með fjölbreyttum skriflegum æfingum af ýmsum toga svo og munnlegum æfingum í paravinnu. Auk æfinga í vinnubók er verkefnahefti með aukaæfingum notað til að festa orðaforða í sessi og þjálfa málfræðilega færni. Lesnar eru nokkrar laufléttar smásögur og verkefni unnin í tengslum við þær. Lögð er sérstök áhersla á að nemendur festi réttan framburð í sessi og að þeir noti þýskuna til einfaldra tjáskipta í kennslustofunni. Öll almenn einföld fyrirmæli kennara fara fram á þýsku. Nemendur hlusta reglulega á hlustunarefni og á söngtexta. Gerð er krafa um að nemendur séu virkir í kennslustundum og að þeir vinni samviskusamlega öll verkefni sem frir þá eru lögð.

Efnisatriði

Námsmat

Lokapróf: 70 % Vinnueinkunn: 30 % Próf / skrifleg verkefni 10 % Hlustun / framburður 10 % Virkni og ástundun 10 %