ÞÝS403
Markmið
Að nemandi skilji í meginatriðum daglegt talmál með almennum algengum orðaforða nái megininntaki heildstæðs texta geti leitað eftir og notað orðskýringar í þýsk-íslenskri orðabók og geti notað sér leitarvef á netinu til upplýsingaöflunar geti notað þýsku í almennum samskiptum við kennara geti tjáð sig munnlega og skriflega um afmarkað efni með réttum málnotkunarreglum sé fær um að tjá sig munnlega og skriflega um land sitt, þjóð, staðhætti og veður
Kennsluhættir
Námslýsing
Kennslubókin Þýska fyrir þig er lesin áfram og nemendur kynnast auk þess verkum Strauß og Mozarts í samræmi við efni bókarinnar. Einnig er horft á mynd um ævi Mozarts. Verkefni eru unnin, bæði skrifleg og munnleg. Auk þessa eru lesnar nokkrar smásögur. Aðallega er fjallað um innihald saganna bæði munnlega og skriflega og orðaforði þeirra er þjálfaður. Vinnubók með grunnbók er að mestu unnin sjálfstætt af nemendum. Texti um Ísland er lesinn, þar sem þjálfaður er orðaforði er tengist sögu, atvinnulífi og menningu landsins og verkefni unnin úr honum, bæði munnleg og skrifleg. Hlustun er æfð, málfræði er rifjuð upp og ný atriði bætast við.
Efnisatriði
Námsmat
Lokapróf úr áfanga 55 % Vinnueinkunn: 45 % Vinnueinkunn: verkefni og próf 25 % munnlegt 10 % hlustun 10 %