TÖL103

Markmið

• Að nemendur kunni reikninga milli talnakerfa með aðaláherslu á tvíundarkerfið. • Að nemendur hafi þekkingu á sögu forritunar og helstu atriðum sem marka tímamót. • Að nemendur kunni skil á innviði tölvu og hvert hlutverk hverrar einingar tölvunnar sé. • Að nemendur kynnist samspili vélbúnaðar og hugbúnaðar. • Að nemendur kynnist því hvað algrím er. • Að nemendur geti forritað með skilyrðum, lykkjum og föllum. • Að nemendur geti metið hvernig best er að greina, hanna og forrita einfaldari forrit. •Að nemendur geti skipulagt tög og uppbyggingu forrita með föllum og stefjum.

Kennsluhættir

Kennsla fer fram í tölvustofu þrisvar í viku tvær kennslustundir í senn (6 kest.)

Námslýsing

Fyrri hluti: Farið er yfir sögu tölvutækninnar þ.á.m. forritunarmála og nemendur verða látnir læra að breyta tölum milli talnakerfa (aðaláhersla á tvíundarkerfið). Nemendur lesa sér til um byggingu tölvunnar, helstu vélarhluta og samband hennar við umheiminn. Farið verður yfir efni um minni, gögn og mismunandi tegundir hugbúnaðar. Nemendur fá kynningu á því hvað algrím, flækjustig og reiknanleiki eru þegar kemur að tölvum. Seinni hluti: Nemendur fá undirstöðuþjálfun í forritun í hlutbundna forritunarmálinu Java. Nemendur læra að skrifa hefðbundin forrit sem keyra í textaham. Forritun verða oft með stærðfræðitengdar lausnir.

Efnisatriði

Námsmat

Fyrri hluti (45%): Í fyrri hluta er eitt skilaverkefni sem gildir 20% og eitt próf í lok fyrri hluta sem gildir 25%. Seinni hluti (45%): Í seinni hluta er eitt skilaverkefni sem gildir 20% go eitt próf í lok seinni hluta sem gildir 25%. Ástundun (10%): Ástundur gildir 10% og telur jafnt í gengum bæði fyrri og seinna hlutann. Nánari lýsingar á skilaverkefnum og áherslur fyrir próf verða kynntar á þeim stöðum sem nefndir eru í kennsluáætlun.