TÖN103

Markmið

Marmiðið er að nemendur verði fullfærir í fingrasetningu og blindskrift, í innslætti á númeraborð hnappa-borðsins, þekki vel póstforritið Outlook 2013 ásamt vefpósti, glærugerðar- og framsetningarforritið PowerPoint 2013 og nokkuð ítarlega ritvinnsluforritið Word 2013 og töflureikninn Excel 2013.

Kennsluhættir

Kennslan byggist einkum á verkefnavinnu nemenda og skilum á verkefnum og lögð áhersla á að nemendur verði færir í að nota tölvuna sem tæki í náminu. Farið í grunnatriði póst- og samskiptaforritsins Outlook 2013 og glærugerðar- og framsetningarforritsins PowerPoint 2013. Farið vel í möguleika ritvinnsluforritsins Word 2013 og Excel 2013 og verkefnin sett þannig fram að þau þjálfi nemendur í notkun þess. Lögð er áhersla á sjálfstæð og öguð vinnubrögð.

Námslýsing

Í áfanganum verður farið í fingrasetningu og blindskrift, Vél 101. Nemendur vinna æfingar og taka síðan stöðupróf. Einnig verðar farið í æfingar í Summu til að ná leikni á númeraborð hnappaborðsins og tekið lokapróf eftir 5 vikur. Farið í grunnatriði í póst- og samskiptaforritinu Outlook 2013 og möguleikar þess skoðaðir til að nemendur geti nýtt sér það í námi og vinnu. Farið vel í gegnum grunnatriði glærugerðar- og framsetningarforritsins PowerPoint 2013. Umhverfi forritsins skoðað og helstu möguleikar þess og unnin verkefni sem miða að kynningu á nemandanum sjálfum. Farið verður vandlega í grunnatriði ritvinnsluforritsins Word 2013 og lögð rík áhersla á að nemandi öðlist færni í notkun þess og framsetningu á texta m.a. í ritgerðum. Einnig verður farið vandlega í grunnatriði töflureiknisins Excel 2013. Lögð er áhersla á færni í helstu möguleikum forritsins hvað varðar útreikninga og notkun innbyggðra. Nemendur skila síðan völdum verkefnum til kennara. Áhersla er lögð á að nemandi tileinki sér vandvirkni, nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum.

Efnisatriði

Námsmat

Námsmatið samanstendur af vinnueinkunn sem gildir 30% og svo lokaprófi sem gildir 70%. Ná þarf einkunnin 4, 0 til að standast áfangann og til að vinnueinkunn byrji að telja. Lokapróf: 70% Vinnueinkunn: 30% Skilaverkefni: 15% Summa 5% Skyndipróf í Word og Excel 10%