UTL273

Markmið

Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á: • helstu póst- ogsamskiptanetum • flóknum aðgerðum í helstu forritum skrifstofuhugbúnaðar svo sem glærugerð, ritvinnslu og töflureikni • gagnagrunnum og mikilvægi þeirra • upplýsinga- og menningarlæsi og mikilvægi þess (þróað læsi) • vefsíðugerð og vefhönnun • höfundarétti og notkun heimilda • siðfræði og siðferð Netsins (upplýsinga- og tölvusiðfræði) Nemandi skal hafa öðlast leikni í: • markvissri notkun póst- og samskiptaneta • flóknari aðgerðum í helstu forritum skrifstofuhugbúnaðar svo sem glærugerð, ritvinnslu og töflureikni • grunnaðgerðum í gagnagrunni • gerð heimasíðna og HTML tungumálinu • meðferð heimilda Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hafur aflað sér til að: • meta, varðveita og miðla upplýsingum og þekkingu á skipulagðan og skilvirkan hátt (upplýsingalæsi og rýni) • átta sig á mikilvægi menningarlæsis í tengslum við alþjóðasamskipti • vinna með heimildir og virða höfundarétt í vinnu með gögn af ýmsum toga

Kennsluhættir

Námslýsing

Í áfanganum kynnast nemendur og læra að nota fjölbreyttan hugbúnað og samskiptatæki og vinna með upplýsingar á margvíslegu formi við lausn og framsetningu viðfangsefna í námi sínu. Markmið námsins er því að stuðla að öflugri færni þátttakenda í fjölbreyttu náms- og starfsumhverfi með hjálp upplýsingatækni. Lögð er á hersla á frumkvæði, ábyrgð og færni í vinnu með gögn af ýmsum toga ásamt færni í samskiptum, meðferð og miðlun upplýsinga Lögð verður rík áhersla á sjálfstæð og vönduð vinnubrögð og að námið nýtist sem góður undirbúningur fyrir frekara nám eða störf ( í verslun og þjónustu). Póst- og samskiptaforrit, ritvinnsla, töflureiknir, gagnagrunnur vefsíðugerð og vefhönnun upplýsinga- og menningarlæsi (þróað læsi) höfundaréttur og heimildir siðfræði/siðferði á Netinu

Efnisatriði

Námsmat

Untanfari UTL 173