VSN176

Markmið

Lokamarkmið: að búa nemendur undir það að starfa við verslunar- og þjónustustörf, en það felur m.a. í sér: o að nemandi öðlist þjónustuvitund við verknámið og fræðslu um vörur þær sem vinnustaðurinn selur og annast o að nemandi verði fróðari um alla þá kunnáttu sem þarf til að reka verslun eða þjónustufyrirtæki svo vel sé o að byggja upp almenna færni nemandans á sviði verslunar og þjónustu og almenna verkkunnáttu í nútíma þjóðfélagi Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á: • starfi í matvöruverslun, allri starfsemi verslunarinnar allt frá pöntun vörunnar til þess að hún endar í höndum viðskiptavinarins • starfi í sérvöruverslun, allri starfsemi verslunarinnar allt frá pöntun vörunnar til þess að hún endar í höndum viðskiptavinarins • starfi í þjónustufyrirtæki , allri starfsemi fyrirtækisins sama á hvaða sviði það er • vörum þeim og þjónustu sem fyrirtækið býður upp á Nemandi skal hafa öðlast leikni í: • að þjónusta viðskiptavini með faglegum hætti • að sinna pöntunum og afgreiðslu á mismunandi sviðum verslunar og þjónustu • að leysa úr árgreiningsmálum sem upp geta komið milli þjónustuaðila og viðskiptavinar • að vinna með almenn og sértæk bókhalds- og skráningarkerfi Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hafur aflað sér til að: • að vinna í samræmi við staðla og innra eftirlit verslunarinnar og þjónustufyrirtækisins • sinna flestum þeim störfum sem þarf í verslun og þjónustufyrirtæki

Kennsluhættir

Nemendur munu fara einn dag í viku til þjálfunar og starfa í fyrirtæki og vinna þar verkefni sem skólinn annarsvegar og vinnuveitandinn hinsvegar munu útvega þeim. Verkefnin gætu m.a. falist í því að fylgjast með sem áhorfandi og/eða sinna þeim störfum sem þarf á vinnustaðnum. Nemendur gætu verið að fylgjast með því hvernig tekið er á móti viðskiptavinum, aðkoma, hreinlæti, viðmót og slíkt. Skoða hvernig leyst er úr vandamálum, kvörtunum eða öðru sem upp getur komið. En einnig ættu nemendur að ganga í störf þau sem í boði eru á vinnustaðnum. Nemandi ætti að öðlast þjónustuvitund við vinnustaðanámið og fræðast um vörur þær sem vinnustaðurinn selur og annast og hann ætti að verða fróðari um alla þá kunnáttu sem þarf til að reka verslun eða þjónustufyrirtæki svo vel sé og hæfari til að takast á við starf í verslun eða þjónustufyrirtæki að námi loknu. Á vinnustaðnum verður tengiliður sem annast nemandann og sér um samskiptin við skólann og það sama gildir í skólanum. Þar verður tengiliður sem annast öll samskipti við fyrirtækin og fylgist með því að allt gangi vel, að nemandinn mæti og sinni starfi sínu eins og til er ætlast. Nemendur munu halda námsferilsbók um vinnustaðanámið þar sem þeir skrá hjá sér hvaða verk þeir vinna, hvað þeim finnst um það sem þeir sjá og gera og þar geta þeir einnig skráð hjá sér hugmyndir og hvað annað sem gæti nýst þeim við vinnu lokaverkefnisins

Námslýsing

Lýsing á efni áfangans: Vinnustaðanámið mun fara fram á fyrstu þremur önnunum og samsvarar alls 6 einingum, en á þeirri fjórðu og síðustu eru nemendur að vinna að stóru lokaverkefni og því hentugt að vinnustaðanáminu sé lokið þá. Námið fer þannig fram að nemendur kynna sér mismunandi fyrirtæki; matvöruverslanir, sérvöruverslanir og þjónustufyrirtæki. Stefnt er að því að nemendur einbeiti sér að einni gerð fyrirtækja á hverri önn. Nemendur kynnast af eigin raun störfum í verslun og í þjónustufyrirtæki og halda dagbók um námsferil sinn þar.

Efnisatriði

Námsmat

Námsmat byggir á dagbókinni og á námsferilsbók. Í dagbókinni skal koma fram lýsing á fyrirtækinu og starfsemi þess, lýsing á fyrirtækjabragnum og lýsing á viðfangsefnum fyrirtækisins. Bæði tengiliðirnir á vinnustöðunum og tengiliður skólans mundu annast námsmat sem byggt yrði á vinnu nemandans, dagbók og námsferilsbók