Norður Atlantshafsbekkurinn
Norður-Atlantshafsbekkurinn (Nord-Atlantisk gymnasiumklasse), NGK, er nýjung fyrir ungmenni á Íslandi, Færeyjum, Grænlandi og í Danmörku, sem hafa áhuga á að mennta sig á Norður- Atlandsshafssvæðinu. Nemendur mynda bekk sem á þremur árum fær bæði faglegt og menningarlegt framlag frá fjórum löndum. Að auki fá þeir aðgang að einstakri námsbraut sem inniheldur meðal annars líftækni, stærðfræði og norðurskautstækni. Námsframboð og kennsla er samkvæmt danskri námskrá og stúdentsprófið er eins og frá dönskum framhaldsskóla.
Nemendurnir dvelja fyrsta árið sitt í Danmörku þar sem þeir stunda nám í Gribskov Gymnasium í Helsinge. Á öðru árinu fara nemendurnir yfir til Færeyjar þar sem þeir taka haustönnina í Miðnám í Kambsdal. Á vorönninni koma þeir til Íslands og stunda nám sitt við Verzlunarskóla Íslands og á þriðja og síðasta árinu fer bekkurinn til Grænlands í GUX, Sisimiut.
Hægt að senda fyrirspurnir á verslo@verslo.is. Umsóknarfrestur er til 1. mars 2023.
Taktu stúdentsprófið í fjórum löndum við Norður-Atlantshafið
Fylgdu straumum Norður-Atlantshafsins - og farðu nýjar leiðir
Kynntu þér NGK frekar og skoðaðu bæklinginn