Norður Atlantshafsbekkurinn

Skólaárið 2019-2020 gafst íslenskum nemendum, sem eru að ljúka grunnskóla, í fyrsta sinn kostur á mjög nýstárlegu námsframboði á framhaldsskólastigi. Fjórir framhaldsskólar, þ.e. Gribskov Gymnasium í Danmörku, GUX Sisimiut á Grænlandi, Miðnám á Kambsdali í Færeyjum og Verzlunarskóli Íslands, standa saman að þróunarverkefni sem felur í sér að myndaður einn framhaldsskólabekkur á með nemendum frá hverju landi fyrir sig. Þessi hópur nemenda stundar sitt nám við alla þessa skóla. Fyrst í Danmörku síðan í Færeyjum og svo Íslandi og enda svo á Grænlandi. Námsframboð og kennsla er samkvæmt danskri námskrá og stúdentsprófið verður eins og frá dönskum framhaldsskóla. Hægt að senda fyrirspurnir á verslo@verslo.is. Umsóknarfrestur er til loka febrúar 2021.

Taktu stúdentsprófið í fjórum löndum við Norður-Atlantshafið

Norður-Atlantshafsbekkurinn (Nord-Atlantisk gymnasiumklasse), NGK, er nýjung fyrir ungmenni á Íslandi, Færeyjum, Grænlandi og í Danmörku, sem hafa áhuga á að mennta sig á Norður-Atlantshafssvæðinu. Nemendur munu mynda bekk sem á þremur árum fær bæði faglegt og menningarlegt framlag frá fjórum löndum. Að auki fá þeir aðgang að einstakri námsbraut sem inniheldur meðal annars líftækni, stærðfræði og norðurskautstækni.

Fylgdu straumum Norður-Atlantshafsins - og farðu nýjar leiðir

Sem nemandi í Norður-Atlantshafsbekknum (NGK) dvelur þú í Danmörku fyrsta árið og stundar nám í Gribskov Gymnasium í Helsinge. Á öðru ári verður þú á haustönninni í Færeyjum í Miðnám í Kambsdal og á vorönninni í Verzlunarskóla Íslands. Þriðja og síðasta árið verður þú á Grænlandi í GUX, Sisimiut. Bekkjarsystkini þín verða frá Íslandi, Danmörku, Færeyjum og Grænlandi.

Kynntu þér NGK frekar og skoðaðu bæklinginn

Hér má sjá áhugaverða og skemmtilega frétt um NGK bekkinn sem birtist á RUV.is: Stunda námið í Færeyjum,  Danmörku, Grænlandi og hér.

Hér má sjá myndir, fréttir og upplýsingar um NGK námið:

Historier fra 2019-2020 I NGK

2020-2021 Nyheder í NGK

"Et fremragende projekt som knytter tættere bånd mellem vores lande"


Einstakt tækifæri til náms