Dagsetningar fyrir SAT-próf
SAT-próf verða haldin í Verzlunarskóla Íslands eftirfarandi dagsetningar - Prófin eru rafræn:
2022-2023
6. maí
2023-2024
26. ágúst
7. október
9. mars
4. maí
Vinsamlegast athugið að Verzlunarskólinn hýsir eingungis prófið og hefur enga heimild til þess að svara fyrirspurnum. Fyrirspurnum er því öllum vísað til SAT-stofnunarinnar í Bandaríkjunum.
Hægt er að senda fyrirspurnir á eftirfarandi netfang: mailto:sat@info.collegeboard.org
Skólanúmer „School Code“ Verzlunarskólans er 000004.
______________________________________________________________
Upplýsingar varðandi próftöku
Mæting er á milli kl. 7.30 og 7.50 á laugardögum. Gengið er inn um inngang C, frá bílastæði nemenda (ekki á móti Kringlu/Borgarleikhúsi). Prófið hefst stundvíslega og því enginn við í móttöku eftir kl. 7.50.
Þátttakendur í SAT Digital þurfa að koma með sína eigin fartölvu og hleðslutæki. Það er mjög mikilvægt að hlaða niður BLUEBOOK smáforritinu. Til þess þarf að ná í smáforritið (app) er farið inn á síðuna digitalpilot.collegeboard.org. Þar þarf að tilgreina hvers konar tölva tækið er (PC/Mac) og hlaðið niður réttu smáforriti. Mjög mikilvægt er að tölvur séu nýendurræstar til að virkja nýjustu útgáfu smáforritsins. Próftími er 2 klst en gera má ráð fyrir a.m.k. 20 mín í að skrá persónuupplýsingar, samþykki og þess háttar.
Aðstöðugjald 6000 kr.