Spurt og svarað vegna Covid-19

Ýmsar spurningar hafa vaknað hjá bæði nemendum og forráðamönnum þeirra varðandi skólastarf í kjölfar fjöldatakmarkana og fjarlægðarreglu. Hér má sjá svör við algengum spurningum sem hafa komið upp síðustu daga eins og til að mynda hvernig geta nemendur haft samband við námsráðgjafa og hvað eiga nemendur að gera ef þeir þurfa að fara í sóttkví.

Ýmsar spurningar hafa vaknað hjá bæði nemendum og forráðamönnum þeirra varðandi skólastarf í kjölfar fjöldatakmarkana og fjarlægðarreglu. Hér má sjá svör við algengum spurningum sem hafa komið upp síðustu daga eins og til að mynda hvernig geta nemendur haft samband við námsráðgjafa og hvað eiga nemendur að gera ef þeir þurfa að fara í sóttkví.

Skiptir máli hvar ég kem inn í skólann?

Já, það skiptir í reynd mjög miklu máli því búið er að skipta skólanum upp í sóttvarnarhólf. Þú notar sama inngang þegar þú kemur í skólann og þegar þú ferð í skólann. Þú ert í sömu stofu og notar sama inngang þá daga sem þú kemur í skólann. Hér má sjá hvernig inngöngum skólans er skipt niður miðað við hólf og kennslustofur.

  • Hólf 1: stofur 4-5 og 6-7 (4. hæð): Inngangur á Marmara og beint upp í stigahúsið á vinstri hönd.

  • Hólf 2: stofur, 11-12, 13-14 (4. hæð): Gengið inn hjá nemendakjallara og beint upp á 4. hæð.

  • Hólf 3: 401-406, 402-405 (4. hæð): Gengið inn hjá bílastæði kennara og þaðan inn í nýbyggingu

  • Hólf 4: Salts-SH og SÍF-VR (3. hæð): Inngangur á Marmara og beint í stigahúsið á vinstri hönd

  • Hólf 5: 301-306, 302-305 (3. hæð): Gengið inn hjá bílastæði kennara og þaðan inn í nýbyggingu

  • Hólf 6: Hagkaup-Hafskip, Eimskip-Flugleiðir (2. hæð): Gengið inn hjá íþróttahúsi/vaktmanni

  • Hólf 7: 201-206, 202-205 (2. hæð): Inngangur fyrir aftan hús, milli Versló og Verkís. Farið upp um brunastigann.

Ef nemendur eiga erindi á skrifstofu skólans og inngangur nemenda er annar en sá sem snýr að Borgarleikhúsinu, þurfa þeir að byrja á því að fara út um sinn útgang og inn aftur um aðalinngang skólans (beint á móti Borgarleikhúsinu) og beint upp á þriðju hæð.

Hvernig hef ég samband við námsráðgjafa og sálfræðing?

Þú getur annað hvort sent tölvupóst á námsráðgjafann þinn eða haft samband í gegnum Teams. Berglind Helga er námsráðgjafi nemenda á fyrsta ári, berglindhelga@verslo.is, Sóley er námsráðgjafi fyrir annað árið, soley@verslo.is og Kristín Huld er námsráðgjafi þriðja ársins, kristinh@verslo.is
Sálfræðingur skólans heitir Ásta Rún og hægt er að bóka tíma hjá henni í gegnum tölvupóst, astav@verslo.is

Nemendur verða að nota aðalinngang skólans (beint á móti Borgarleikhúsinu) til að hitta á námsráðgjafa og sálfræðing. 

Er bókasafnið opið?

Já, bókasafnið er opið en í breyttri mynd. Allar upplýsingar um núverandi þjónustu bókasafnsins eru hér

Hvernig er íþróttakennsla?

Íþróttakennsla fer fram utandyra til að byrja með. Nemendur hafa fengið upplýsingar frá íþróttakennurum um fyrirkomulagið. 

Er hægt að kaupa mat í skólanum?

Matbúð er því miður lokuð eins og er vegna sóttvarnaráðstafana. Nemendur eru hvattir til að koma með nesti að heiman. 

Hvenær er skólinn opinn?

Skólinn opnar klukkan 7:30 á morgnana og hann lokar aftur þegar kennslu lýkur klukkan 16:15. 

Er ég að missa af einhverju í nemendafélaginu?

Allir nemendur skólans eru þátttakendur í NFVÍ, nemendafélagi skólans. NFVÍ er með facebook síðu og þar eru settar inn fréttir af starfinu. Vegna aðstæðna er ekki hægt að halda stóra viðburði eins og venjan er, en NFVÍ hugsar í lausnum og ýmislegt er í boði sem rúmast innan þeirra samkomutakmarkana sem í gildi eru. 

Hvað geri ég ef ég þarf að fara í sóttkví?

Þú hringir upp í skóla og lætur vita eða sendir póst á netfangið verslo@verslo.is Þú getur mætt í HEIMA tímann og þannig náð að sinna námi þínu. Kennarar fá upplýsingar um nemendur í sóttkví.

Hvernig er merkt við mætingu?

Nemendur í sóttkví, sem mæta í HEIMA tímann, fá skráða mætingu þar og leyfi án frádráttar í skólatímann. 

Hvenær á ég ekki að mæta í skólann? 

Ég er slöpp/slappur og finn fyrir óþægindum í hálsi og/eða höfði. Á ég að mæta? Nei, alls ekki. Vertu heima og tilkynntu veikindi í INNU. Ef einkennin eru viðvarandi eða versna, hafðu þá samband við heilsugæslu.

Vinur minn, sem ég hitti í gær var sendur í sóttkví í dag, Á ég að mæta? Nei, best er að þú verðir heima í 5 daga. Ef vinur þinn helst einkennalaus, þá máttu  mæta en þarft að passa þig sérstaklega vel, spritta þig vel og halda góðri fjarlægð.

Pabbi/mamma eru komin í sóttkví en ekki með einkenni, á ég að mæta? Nei, best er að þú verðir heima í 5 daga. Ef foreldrar þínir haldast einkennalaus, þá máttu mæta en þarft að passa þig sérstaklega vel, spritta þig vel og halda góðri fjarlægð.

Einn fjölskyldumeðlimur á heimilinu er að fara í skimun vegna veikinda eða návígis við smitaðan einstakling. Á ég að mæta? Nei, þú átt ekki að mæta fyrr en viðkomandi aðili hefur fengið staðfest að hann sé ekki smitaður.

Vinur minn, sem ég hitti oft, er að fara í skimun vegna veikinda eða návígis við smitaðan einstakling. Á ég að mæta? Nei, þú átt ekki að mæta fyrr en viðkomandi aðili hefur fengið staðfest að hann sé ekki smitaður.

Ég á heima langt í burtu frá skólanum og á erfitt með að komast á milli á klukkutíma. Má ég vera í skólanum í HEIMA tíma?

Já þú mátt koma og vera uppi á bókasafni. Eina sem þú þarft að gera er að hafa samband við Klöru bókasafnsstjóra og óska eftir plássi. Netfangið hennar Klöru er klarah@verslo.is

Hvernig virkar stundataflan?

Stundatöflunni er skipt upp í 75 mínútna tíma. Tveir tímar á viku eru skráðir í hverju fagi. Annar tíminn er skráður í kennslustofur í skólanum og hinn HEIMA. Nemendur mæta í skólann þegar kennslustofa er skráð í töflu en eru HEIMA í rafrænum tíma í gegnum TEAMS eða INNU þegar kennslustofan er skráð HEIMA.
Umsjónarkennarar skiptu bekknum sínum í tvær stofur og hangir nafnalisti á hverri stofu.

Verður þessi stundatafla út skólaárið?

Stundataflan verður í þessum dúr út þessa önn en við vonumst eftir því að geta tekið alla tíma töflunnar inn í skólann. Skólinn fylgir reglum Almannavarna í einu og öllu og því verður tíminn að leiða í ljós hvaða tilslakanir verða. 

Þetta svarar ekki spurningum mínum. Við hvern á ég að tala?

Þú getur alltaf sent póst á netfangið verslo@verslo.is ef þú hefur spurningu. Einnig getur þú séð netföng allra starfsmanna skólans á heimasíðu skólans.