29. maí 2020

Sumarnám stjórnvalda 2020

Verzlunarskólinn tekur þátt í átaki stjórnvalda um sumarnám fyrir framhaldsskóla. Í boði verða 3 áfangar sem kenndir verða frá 8 júní -3. júlí. Nýttu sumarið til að styrkja þig í námi og kynntu þér það sem er í boði.

Áfangarnir tengjast nýsköpun, sjálfbærni og listum. Áfangarnir eru einingabærir, sem þýðir að þeir eru metnir sem slíkir á framhaldsskólastigi. Skráning fer fram hér. Þegar umsækjendur hafa klárað umsókn, fá þeir staðfestingarpóst frá kerfinu.

LIGR2UL05 – Umhverfislist, ljósmyndun og Photoshop:

Áfanginn er byggður á hugmyndafræði umhverfislistar (Land-art). Unnið er utandyra með tvívíð og þrívíð form. Einnig verður farið í grunnatriði ljósmyndunar (t.d. ljós og skugga) ásamt því að nemendur fá kennslu í grunnþáttum myndvinnslu í Photoshop forritinu.
Námið er verklegt listnám sem fram fer utandyra, í tölvustofu og listgreinastofu. Nemendur þurfa að gera ráð fyrir heimavinnu í áfangnum.
Makmið áfangans er m.a. að nemendur:

 • Þjálfist að sjá hugmyndir í nærumhverfi sínu
 • geti að nota list sem sjálfseflingu
 • þjálfist að taka myndir og vinna þær í myndvinnsluforriti

Kennsla fer fram í staðnámi, 4 vikur, 4 daga vikunnar 4 tíma á dag. Mætingarskylda er í tíma.
Kennsla hefst 8. júní og lýkur 3. júlí
Fjöldi nemenda: 10 – 14
Námsmat er í formi leiðsagnarmats og byggir á verkefnavinnu.
Nánari upplýsingar um áfangann má nálgast hér:  LIGR2UL05

Umhverfislist, ljósmyndun og Photoshop
 

HÖNN2TF05 – Textílhönnun og fab-Lab hönnun: 

Áfanginn er hönnunaráfangi þar sem sjálfbærni er til umfjöllunar. Unnið er markvisst að því að gefa gömlum fötum nýtt líf með ýmsum aðferðum. Nemendur kynnast ýmsum leiðum við að endurhanna flíkur, t.d. með að skera mynstur í boli, brenna með lazerskera á gallabuxur, lita og aflita gömul föt og búa til myndir og texta á föt með aðstoð vínylskera.
Námið er verklegt listnám sem fram fer í Fab-Lab smiðju og listgreinastofu. Nemendur þurfa að gera ráð fyrir heimavinnu í áfanganum.
Markmið áfangans er m.a. að nemendur:

 

 • læri fjölbreyttar aðferðir við að endurhanna gömul föt
 • þjálfist að nýta sér stafrænar smiðjur
 • tileinki sér markvissa hugmyndavinnu við hönnun

Kennsla fer fram staðnámi í 4 vikur, 4 daga vikunnar 4 tíma á dag. Mætingarskylda er í tíma.
Fjöldi nemenda: 10 – 14
Kennsla hefst 8. júní og lýkur 3. júlí.
Námsmat er í formi leiðsagnarmats og byggir á verkefnavinnu.
Nánari upplýsingar um áfangann má nálgast hér: HÖNN2TF05

 

Textílhönnun og fab-Lab hönnun

 

HÖNN2NF05 – Nýsköpun; frá hugmynd að afurð: 

Áfanginn felst í að nemendur fara í gegnum ferlið sem liggur að baki því að fá hugmynd og að hrinda henni í framkvæmd. Nemendur fá innsýn í fyrirtækjarekstur og þá þætti sem huga þarf að þegar fyrirtæki er stofnað. Nemendur vinna viðskiptaáætlun fyrir hugmynd sína og hanna frumgerð ef við á.
Námið fer fram í blöndu af fjarnámi og staðbundnu námi þar sem nemendur nýta sér m.a. FabLab smiðju skólans. Nemendur þurfa að gera ráð fyrir heimavinnu í áfanganum.

Markmið áfangans er m.a. að nemendur:

 • hafi þekkingu á hugtökum frumkvöðlafræðinnar
 • hafi skilning á gerð viðskiptaáætlana
 • geti greint þarfir fyrir vöru og þjónustu
 • hafi leikni í að fylgja hugmynd til framkvæmdar
 • geti stofnað og rekið lítið fyrirtæki

Kennsla hefst 8. júní og lýkur 3. júlí.
Fjöldi nemenda: 17 – 28
Námsmat er í formi leiðsagnarmats og byggir á verkefnavinnu.
Kennsla fer fram fjarnámsumhverfi ásamt stuttum lotum í staðnámi. Mætingarskylda er í tíma í staðlotu.

 

 

Nýsköpun: frá hugmynd að afurð

 

 

Fréttasafn