Gildin sem skólinn starfar eftir

Skólinn hefur í samvinnu við starfsfólk sett sér gildi sem lögð eru til grundvallar öllu starfi skólans. Þessi gildi eru:

Hæfni

Við viljum kunna okkar fag og sýna alúð og metnað í starfi. Búa yfir færni til miðlunar og samskipta og hafa frumkvæði að því að tileinka okkur nýjungar.

Ábyrgð

Sinna starfi okkar og námi af heilindum og trúmennsku. Gætum að orðspori skólans og þeirra sem þar starfa með því að vera góðir málsvarar og fyrirmynd.

Virðing

Sýnum hvert öðru skilning og virðum ólík viðhorf og skoðanir. Verum umburðarlynd og ástundum stundvísi og áreiðanleika.

Vellíðan

Við viljum leggja grunn að jákvæðu andrúmslofti og gagnkvæmu trausti þar sem vel er búið að starfsfólki og nemendum.

Markmið Verzlunarskóla Íslands er að

  • brautskráðir nemendur verði færir um að takast á við nám á háskólastigi, hérlendis sem og erlendis
  • búa nemendur undir þátttöku í atvinnulífi og lýðræðisþjóðfélagi
  • stuðla að alhliða þroska nemenda, efla víðsýni þeirra og skapandi hugsun
  • þjálfa nemendur í sjálfstæðum og öguðum vinnubrögðum
  • efla félagslega hæfni nemenda í samskiptum og samvinnu við aðra

Verzlunarskóli Íslands er leiðandi í viðskiptamenntun á framhaldsskólastigi á Íslandi. Skólinn leitast við að laga sig að síbreytilegum aðstæðum og vera í fremstu röð í notkun upplýsinga- og tölvutækni. Áhersla er lögð á að skapa þroskandi námsumhverfi sem eflir náms- og persónulega hæfni nemenda.