Saga skólans
Verzlunarskólinn tók til starfa haustið 1905. Þeir aðilar, sem stofnuðu skólann, voru Verzlunarmannafélag Reykjavíkur og Kaupmannafélag Reykjavíkur. Skólinn var stofnaður með það að markmiði að auðvelda mönnum að afla sér menntunar á verslunarsviðinu. Verzlunarskólinn hefur æ síðan lagt metnað sinn í að búa sem best að margvíslegum þörfum nemenda. Skólinn hefur verið í stöðugri þróun fram á þennan dag. Árið 1996 var námsframboð skólans tekið til endurskoðunar. Í framhaldi af því var brautaskipting við skólann endurskipulögð og fjölbreytni námsframboðs aukin. Ný brautaskipting tók síðan gildi haustið 1997. Vorið 2000 voru enn fremur gerðar lítilsháttar breytingar á námsframboði skólans til samræmis við nýja aðalnámskrá fyrir framhaldsskóla.Vorið 2015 var í fyrsta sinn innritað í skólann
samkvæmt skipulagi 3ja ára náms til stúdentsprófs á fjórum brautum þar sem hægt er að velja á milli mismunandi lína.
Þarfir þjóðfélagsins, og þar með nemenda eru margvíslegar. Til að þjóna sem best þörfum nemenda sinna býður Verzlunarskólinn upp á mikla fjölbreytni í námsframboði, sem endurspeglast í 4 mismunandi námsbrautum við skólann.