Stjórnskipan

 

Í fulltrúaráði Verzlunarskóla Íslands sitja 9 manns sem skipuð eru af Samtökum atvinnulífsins og Viðskiptaráði Íslands. Fulltrúaráðið skipar 5 manna skólanefnd sem ræður skólastjóra. Skólastjóri ræður síðan annað starfsfólk.

 

Aðalfundur fulltrúaráðs og skólanefndar 25. september 2019

Fulltrúaráð Verzlunarskóla Íslands

Ásdís Kristjánsdóttir
Ásta S. Fjeldsted
Hannes Frímann Hrólfsson
Helga Árnadóttir
Ingibjörg Gréta Gísladóttir
Ingunn Agnes Kro
Jóhannes Stefánsson
Margrét Sanders
Steinn Logi Björnsson 

 

Skólanefnd
Bryndís Hrafnkelsdóttir (formaður)
Helgi Jóhannesson (varaformaður)
Andri Þór Guðmundsson
Hannes Frímann Hrólfsson
Sigríður Margrét Oddsdóttir
Ásta Henriksen (áheyrnarfulltrúi kennara)

Skipurit skólans:

Skipurit2019

Samþykkt í skólanefnd 25. september 2019.

 

Starfslið 

Við skólann starfa um 80 kennarar, námsráðgjafar, forvarnafulltrúi, bókasafnsfræðingar og annað starfsfólk á bókasafni. Þar fyrir utan er starfsfólk á skrifstofu, húsvörður, vaktmaður, matráðskona og ræstingafólk.

Skólastjóri

Ingi Ólafsson   

Skólastjóri - ábyrgðasvið   Skólastjóri er oddviti yfirstjórnar skólans en í henni sitja auk hans yfirkennari, áfangastjóri og fjarnámsstjóri. Skólastjóri er ábyrgur fyrir öllum ákvörðunum yfirstjórnar skólans. Hann annast samskipti við yfirvöld menntamála, skólanefnd og aðra þá sem að hagsmunum skólans koma, ber ábyrgð á rekstri og fjárreiðum gagnvart skólanefnd og ákveður námsframboð í samráði við hana og ber ábyrgð á að skólanámskrá sé fylgt og að hún sé í samræmi við aðalnámskrá menntamálaráðuneytisins, ræður starfsmenn að höfðu samráði við skólanefnd og ber ábyrgð á innritun.    

Yfirkennari

Þorkell Diego

Yfirkennari er staðgengill skólastjóra. Ábyrgðarsvið hans eru m.a.:

 • umsjón með kennslu í skólanum

 • ákveður í samráði við yfirstjórn hvaða áfangar eru í boði í dagskóla og fjarnámi

 • ber ábyrgð á að námsefni sé í samræmi við (skóla)námskrá

 • umsjón með faglegu starfi, mati og eftirliti í skólanum

 • umsjón með gerð stundatöflu

 • umsjón með framkvæmd prófa

 • umsjón með þróunarstarfi jafnt í kennslu sem námsmati

Áfangastjóri

Klara Hjálmtýsdóttir

Helstu ábyrgðarsvið áfangastjóra eru m.a.:

 • stýrir innritun í samráði við skólastjóra og kerfisstjóra
 • ábyrgur fyrir námsferlum og einkunnaskráningu
 • tekur við umsóknum um hvers konar undanþágur frá námskrá og reglum skólans
 • metur fyrra nám nemenda þegar því er til að dreifa í samráði við deildarstjóra
 • stjórnar gerð prófskírteina
 • hefur umsjón með fjarvistaskráningu og mætingum nemenda
 • hefur umsjón með öllu því kynningarefni sem skólinn sendir frá sér

Fjarnámsstjóri

Sigurlaug Kristmannsdóttir

Hlutverk fjarnámsstjóra er m.a.:

 • að skipuleggja, stýra og markaðssetja námskeiðahald og fjarnám við Verzlunarskóla Íslands
 • ákveða í samráði við yfirstjórn hvaða áfanga er boðið upp á í fjarnámi
 • móta og ritstýra fjarnámsvef í samstarfi við kerfisstjóra
 • undirbúa og hafa eftirlit með skráningu nemenda í áfanga, innheimtu skráningargjalds og nemendabókhaldi í samstarfi við áfangastjóra og gjaldkera
 • stýra markaðssetningu fjarnáms og gerð kynningarefnis fjarnáms í samstarfi við áfangastjóra

Starfsmanna- og þróunarstjóri

Guðrún Inga Sívertsen

Hlutverk starfsmanna- og þróunarstjóra er í vinnslu.

Skrifstofustjóri

Magnea Ragna Ögmundsdóttir

 Hlutverk skrifstofustjóra skal vera m.a.:

 • hafa umsjón með fjárreiðum og bókhaldi skólans og vinna með skólastjóra að fjárhagsáætlunum
 • hafa umsjón með innheimtu skólagjalda og annarra gjalda sem nemendur og aðrir skulu greiða
 • sjá um greiðslur á reikningum fyrir skólann, bókhald og reikningsuppgjör
 • annast launaútreikninga og launabókhald
 • stjórna daglegum rekstri skrifstofu og samræma störf ritara og afgreiðslufólks
 • umsjón með mötuneyti starfsmanna

Kerfisstjóri

Þórður Hauksson

Kerfisstjóri, sem er jafnframt umsjónarmaður tölvunets skólans, skal m.a.:

 • annast daglegan rekstur og uppsetningu á tölvukerfi skólans, bæði tækjum, neti og hugbúnaði
 • fylgjast með nýjungum í tölvu- og hugbúnaðargerð
 • gera áætlun um tölvu- og hugbúnaðarkaup
 • annast innkaup og uppsetningu á tölvu- og hugbúnaði
 • sjá um rekstur á símkerfi skólans og öðrum rafrænum búnaði
 • annast skjávarpa skólans og vefmyndavélar

Kerfisfræðingur

Kerfisfræðingur VÍ hefur með höndum og ber ábyrgð á eftirfarandi:

 • upplýsingakerfi
  þjálfun kennara í notkun upplýsingakerfis og aðstoð við notkun
 • kennslukerfi
  setur inn námskeið og aðstoðar kennara við mótun námskeiða
 • kennsluhugbúnaður
  fylgjast með nýjungum og prófa kennsluhugbúnað og gagnasöfn á geisladiskum og Internetinu. Kynna fyrir kennurum og kenna notkun
 • kannanir á Netinu í samstarfi við aðra
 • ýmis verkefni í samstarfi við kerfisstjóra

Verkefnastjóri

Við skólann eru þrír verkefnastjórar og sinna þeir hver sínum málaflokki, þ.e. prófstjórn, gæðastjórnun og alþjóðasamskipti .

 • prófstjóri sér um framkvæmd jólaprófa og vorprófa og einnig skal hann vinna að uppbyggingu gagnvirks prófabanka fyrir allar námsgreinar á netkerfi skólans
 • gæðastjóri hefur með höndum gæðastjórnunarmál innan skólans, s.s. gerð gæðahandbókar
 • alþjóðasamskipti. Verkefnastjórinn hefur yfirumsjón með verkefnum sem unnin eru í samvinnu við erlenda skóla og stofnanir

Deildarstjóri

Deildarstjóri er skipaður af aðstoðarskólastjóra. Hann skal m.a.:

 • hafa umsjón með gerð kennsluáætlana, kennslu, vali á námsefni, námsmati og samvinnu kennara í viðkomandi grein eða greinum
 • sjá til þess að námslýsingar séu réttar
 • sjá til þess að bókalistar séu gerðir fyrir hvert skólaár

Kennari

Starf kennara er mjög fjölbreytilegt og spannar marga þætti. Hann skal m.a.:

 • sjá um kennslu og mat á námi í kennslugrein sinni samkvæmt skólanámskrá
 • fylgjast með árangri nemenda sinna
 • gera kennsluáætlanir í samráði við samkennara
 • taka þátt í þróun náms og kennslu í skólanum
 • taka þátt í gerð skólanámskrár
 • veita upplýsingar um námsefni og námsskipan í grein sinni
 • veita almennar upplýsingar vegna sjálfsmats skóla og skólanámskrár
 • sitja tvo fundi á ári með forráðamönnum ólögráða nemenda
 • hafa samvinnu við námsráðgjafa og veita þeim nauðsynlegar upplýsingar

Umsjónarkennari

Umsjónarkennari er skipaður fyrir hvern bekk. Hlutverk umsjónarkennara er margvíslegt og má þá helst nefna:

 • skipa umsjónarmann bekkjar og fylgjast með störfum hans
 • einkunnagjöf
 • mætingarskylda og mætingareinkunn
 • reglur um vottorð í leikfimi
 • umgengni um skólann
 • aðgang að bókasafni og tölvustofum
 • starf skólalæknis og námsráðgjafa
 • kynna nemendum sínum í byrjun hvers skólaárs reglur skólans:
  • hafa samband við námsráðgjafa, aðstoðarskólastjóra eða skólastjóra ef þurfa þykir
  • bera saman kladda og skýrslu og leiðrétta ef þarf
 • fylgjast með mætingu og ástundun nemenda
 • vera talsmaður nemenda gagnvart öðrum kennurum og skólayfirvöldum
 • vera milliliður umsjónarbekkjar og stjórnenda skólans
 • aðstoða nemendur í ýmsum málum eins og t.d. með námsval, vinnubrögðum í námi o.fl.

Námsráðgjafi

Við Verzlunarskólann eru starfandi námsráðgjafar sem eru nemendum til aðstoðar við ýmis mál sem upp koma og eru um leið trúnaðarmenn þeirra. Hlutverk námsráðgjafa eru margvísleg, m.a.:

 • aðstoða nemendur við að tileinka sér skipuleg og markviss vinnubrögð
 • fylgjast með námsgengi nemenda sem til hans leita eða til hans er vísað og gera tilögur til úrbóta gerist þess þörf
 • liðsinna kennurum vegna námsvanda einstakra nemenda
 • veita ráðgjöf vegna persónulegra vandamála og hafa samband við viðeigandi tilvísunaraðila ef þörf krefur
 • er talsmaður nemenda gagnvart kennurum, skólayfirvöldum o.fl.
 • hefur eftirlit með fjarvistum nemenda í samvinnu við umsjónarkennara
 • sjá um skipulagningu og framkvæmd foreldrakvölda fyrir nemendur 1. og 4. bekkja
 • skipuleggja og sjá um framkvæmd náms- og starfsfræðslu í skólanum
 • skipuleggja og sjá um kynningu meðal grunnskólanema á starfsemi og námsframboði skólans
 • taka saman skýrslu um starfsemina í lok hvers skólaárs

Forvarnafulltrúi

Við Verzlunarskólann er starfandi forvarna- og félagslífsfulltrúi. Hlutverk hans er m.a. að:

 • vera í forsvari fyrir stefnumörkun og framkvæmd forvarna í skólanum
 • sjá um að til sé skrifleg stefna skólans í forvörnum
 • standa fyrir fræðslu (fyrir starfsfólk og nemendur ) um afleiðingar neyslu áfengis, tóbaks og ólöglegra fíkniefna
 • hafa náið samstarf við námsráðgjafa, nemendafélag, jafningjafræðslu, forvarnafulltrúa í öðrum skólum og fagaðila utan skólans
 • taka á móti vísbendingum ef grunur leikur á um vímuefnanotkun nemenda og veita upplýsingar um úrræði fyrir þá sem eru í vímuefnavanda.
 • vera nemendum, starfsfólki og forráðamönnum til ráðuneytis
 • kalla saman forvarnateymi skólans
 • vinna að fjölbreyttu félagslífi með nemendum og skipuleggja umsjón og eftirlit með samkomum nemenda skólans
 • taka saman skýrslu um starfsemina í lok hvers skólaárs

Forvarna- og félagslífsfulltrúi hefur trúnaðarskyldu gagnvart nemendum, starfsfólki og forráðamönnum.

Bókasafnsstjóri

Klara Hauksdóttir

Bókasafn gegnir mikilvægu hlutverki í skólanum og nauðsynlegt að vel sé að því staðið. Hlutverk yfirmanns safnsins er að:

 • hafa umsjón með daglegum rekstri safnsins
 • sjá um skráningu safnsins
 • annast val og innkaup bóka og annarra gagna til safnsins
 • leiðbeina nemendum og starfsfólki um notkun safnsins og aðstoða við upplýsingaöflun
 • kynna og efla starfsemi safnsins innan skólans
 • skila skýrslu til skólastjóra um starfsemi safnsins í lok skólaárs

Ritari/móttaka

Við Verzlunarskólann starfa ritarar og hafa þeir margvísleg verk með höndum sem þeir skipta á milli sín. Hlutverk þeirra skal, m.a. vera:

 • símsvörun
 • útgáfu vottorða
 • sjá um fjarvistarskráningu
 • taka við tilkynningum vegna veikinda eða annarra forfalla nemenda og kennara og skrá inn
 • annast dagleg störf á skrifstofu:
 • sjá um námsferilskráningu og gerð prófskírteina vegna inngöngu nemenda  í erlenda skóla
 • vera skólastjóra og aðstoðarskólastjóra til aðstoðar
 • gerð ársskýrslu skólans
 • rita fundargerð á skólanefndarfundum

Umsjónarmaður fasteigna VÍ

Kristinn Frímann Kristinsson

Umsjón og viðhald á:

 • rafkerfi skólans
 • myndeftirlitskerfi skólans
 • hljóðkerfum
 • eldviðvörunarkerfi
 • loftræstikerfum
 • aðgangsstýring að bílaplani skólans
 • ofnakerfi
 • vaktmaður á kvöldin
 • gæsla í íþróttahúsi
 • ræsting skólans
 • viðhald á húsbúnaði skólans
 • skráning á tækjum skólans
 • öryggisvörður 
 • öryggi á vinnustað

 


Síðast breytt: 30. september 2019