Stjórnskipan

 

Í fulltrúaráði Verzlunarskóla Íslands sitja 9 manns sem skipuð eru af Samtökum atvinnulífsins og Viðskiptaráði Íslands. Fulltrúaráðið skipar 5 manna skólanefnd sem ræður skólastjóra. Skólastjóri ræður síðan annað starfsfólk.

 

Aðalfundur fulltrúaráðs og skólanefndar 25. september 2019

Fulltrúaráð Verzlunarskóla Íslands

Ásdís Kristjánsdóttir
Hannes Frímann Hrólfsson
Helga Árnadóttir
Ingibjörg Gréta Gísladóttir
Ingunn Agnes Kro
Jóhannes Stefánsson
Margrét Sanders
Steinn Logi Björnsson
Svanhildur Hólm Valsdóttir 

Skólanefnd
Bryndís Hrafnkelsdóttir (formaður)
Helgi Jóhannesson (varaformaður)
Andri Þór Guðmundsson
Hannes Frímann Hrólfsson
Sigríður Margrét Oddsdóttir
Ásta Henriksen (áheyrnarfulltrúi kennara)

Skipurit skólans:

Skipurit2019

Samþykkt í skólanefnd 25. september 2019.

Starfslið 
Við skólann starfa um 80 kennarar, námsráðgjafar, forvarnafulltrúi, bókasafnsfræðingar og annað starfsfólk á bókasafni. Þar fyrir utan er starfsfólk á skrifstofu, húsvörður, vaktmaður, matráðskona og ræstingafólk.

Skólastjóri

Guðrún Inga Sívertsen
Skólastjóri - ábyrgðasvið   Skólastjóri er oddviti yfirstjórnar skólans en í henni sitja auk hans yfirkennari, starfsmanna- og þróunarstjóri, áfangastjóri og fjarnámsstjóri. Skólastjóri er ábyrgur fyrir öllum ákvörðunum yfirstjórnar skólans. Hann annast samskipti við yfirvöld menntamála, skólanefnd og aðra þá sem að hagsmunum skólans koma, ber ábyrgð á rekstri og fjárreiðum gagnvart skólanefnd og ákveður námsframboð í samráði við hana og ber ábyrgð á að skólanámskrá sé fylgt og að hún sé í samræmi við aðalnámskrá menntamálaráðuneytisins, ræður starfsmenn að höfðu samráði við skólanefnd og ber ábyrgð á innritun.    

Aðstoðarskólastjóri

Þorkell Diego
Yfirkennari er staðgengill skólastjóra. Ábyrgðarsvið hans eru m.a.:

 • umsjón með dagskólakennslu
 • umsjón með kennsluskiptingu í samráði við deildastjóra og fagstjóra

 • ákveður í samráði við yfirstjórn hvaða áfangar eru í boði í dagskóla og fjarnámi

 • ber ábyrgð á að námsefni sé í samræmi við (skóla)námskrá

 • umsjón með gerð stundatöflu

 • umsjón með framkvæmd prófa

 • umsjón með vinnumati kennara í samstarfi við skólastjóra

 • umsjón með fjarvistaskráningu og mætingum nemenda

Áfangastjóri

Klara Hjálmtýsdóttir

Helstu ábyrgðarsvið áfangastjóra eru m.a.:

 • vinnur við innritun nýnema í samráði við skólastjórnendur og kerfisstjóra

 • ábyrgur fyrir uppsetningu námsbrauta í INNU

 • ábyrgur fyrir námsferlum og einkunnaskráningu nemenda í INNU

 • tekur við umsóknum um hvers konar undanþágur frá námskrá

 • metur fyrra nám nemenda

 • stjórnar gerð prófskírteina

 • hefur umsjón með útskriftarathöfn skólans

 • að fylgjast með að nemendur fylgi námskrá hverrar brautar í námi sínu

 • yfirumsjón með valgreinum nemenda

 • að koma tölfræðilegum upplýsingum til þeirra sem málið varðar

 • að koma að stundatöflugerð m.a. að stofna hópa og bekki í INNU

Fjarnámsstjóri

Sigurlaug Kristmannsdóttir

Hlutverk fjarnámsstjóra er m.a.:

 • að skipuleggja, stýra og markaðssetja fjarnám við Verzlunarskóla Íslands

 • ákveða í samráði við yfirstjórn hvaða áfanga er boðið upp á í fjarnámi

 • móta og ritstýra fjarnámsvef í samstarfi við kerfisstjóra

 • undirbúa og hafa eftirlit með skráningu nemenda í áfanga, innheimtu námsgjalda og nemendabókhaldi í samstarfi við áfangastjóra og gjaldkera

 • Gera próftöflu fjarnáms og bera ábyrgð á prófahaldi fjarnámsins

 • kynna sér nýjasta hugbúnað og tækni sem nýtist við fjarkennslu

 • leiðbeina kennurum varðandi kennslufræði, hugbúnað og tækni við fjarkennslu

 • bera ábyrgð á kennslukerfinu sem notað er við fjarkennsluna í samstarfi við kerfisstjóra

Skrifstofustjóri

Magnea Ragna Ögmundsdóttir

 Hlutverk skrifstofustjóra skal vera m.a.:

 • Annast launamál, bókhald og fjárreiður Verzlunarskóla Íslands

 • Annast bókhald og fjárreiður Ofanleitis 1

 • Áætlanagerð og eftirlit í samstarfi við skólastjóra

 • Samskipti við viðskiptabanka og fjárfestingasjóði

 • Hefur umsjón með störfum á skrifstofu skólans

 • Kemur að ráðningum á skrifstofu, mötuneyti og við ræstingar

 • Innheimta skólagjalda og innheimta vegna útleigu

 • Aðstoð við féhirði NFVÍ ásamt gjaldkera

 • Undirbúningur og framkvæmd útskrifta og annarra viðburða á vegum skólans

 • Aðstoð við bóksölu í byrjun anna

 • Innleiðing jafnlaunavottunar með starfsmanna- og þróunarstjóra

 • Önnur störf í samráði við skólastjóra

Kerfisstjóri

Gunnar Sigurðsson

Kerfisstjóri, sem er jafnframt umsjónarmaður tölvunets skólans, skal m.a.:

 • annast daglegan rekstur og uppsetningu á tölvukerfi skólans, bæði tækjum, neti og hugbúnaði

 • fylgjast með nýjungum í tölvu- og hugbúnaðargerð

 • gera áætlun um tölvu- og hugbúnaðarkaup

 • annast innkaup og uppsetningu á tölvu- og hugbúnaði

 • sjá um rekstur á símkerfi skólans og öðrum rafrænum búnaði

 • annast tilkynningarkerfi fyrir skjái skólans

 • annast aðgangasstýringar skólans og myndavélakerfi

 • þjónusta notendur

 • bera ábyrgð á öryggiskröfum og að þeim sé fylgt

 • taka þátt í þróunarvinnu og innleiðingu nýrra kerfa

Kerfisfræðingur

Kerfisfræðingur VÍ hefur með höndum og ber ábyrgð á eftirfarandi:

 • þjálfun kennara í notkun upplýsingakerfis og aðstoð við notkun

 • setur inn námskeið og aðstoðar kennara við mótun námskeiða í kennslukerfi

 • fylgjast með nýjungum og prófa kennsluhugbúnað og gagnasöfn

 • Sinnir notendaþjónustu til kennara og nemenda skólans

 • Setja upp vinnustöðvar og þjónusta skjávarpa og annan búnað í kennslustofum og fyrirlestrarsölum

 • Kynna nýjunga í kennsluhugbúnaði fyrir kennurum og kenna notkun

 • Umsjón með könnunum sem teknar eru rafrænt í samstarfi við aðra

 • ýmis verkefni í samstarfi við kerfisstjóra

Verkefnastjóri alþjóðasamskipta

 • yfirumsjón með verkefnum sem unnin eru í samvinnu við erlenda skóla og stofnanir

 • er tengiliður skólans við styrkveitendur, s.s. Rannís, Erasmus+ og Nordplus

 • sér um umsóknir um styrki vegna alþjóðasamskipta

 • gerir fjárhagsáætlanir fyrir erlend verkefni og fylgir þeim eftir

 • sér um bókanir á hótelum og flugferðum þeirra sem taka þátt í alþjóðaverkefnum

 • tekur á móti erlendum gestum sem koma í skólann

 • sér um að skipuleggja ferðir erlendra gesta innanlands í samstarfi við þátttakendur frá skólanum

 • ber ábyrgð á að skýrslum til styrkveitenda sé skilað á tilsettum tíma

 • kynnir alþjóðastarf fyrir starfsmönnum skólans

 • sér um að koma upplýsingum um verkefni á framfæri, t.d. með frétt á heimasíðu skólans

 • tekur saman upplýsingar um alþjóðastarf skólans sem birt er í ársskýrslu hans

 • fundar með nemendum, forráðamönnum og starfsmönnum sem taka þátt í alþjóðlegum samstarfsverkefnum.

 • leitar eftir nýjum og spennandi verkefnum til þátttöku

Verkefnastjóri gæðamála

 • Vera í forsvari fyrir gæðateymi skólans

 • Vinna langtíma- og skammtímaáætlanir í samráði við gæðateymi

 • Koma með tillögur að umbótaverkefnum í samráði við gæðateymi og fylgja þeim eftir

 • Hafa frumkvæði af að virkja samstarfsmenn til umbótaverkefna á öllum sviðum

 • Bera ábyrgð á innra mati skólans

 • Skjalfesta verkferla þar sem þess er þörf

 • Sjá um árlegar nemendakannanir í samráði við gæðateymi og yfirstjórn, fyrirlögn, úrvinnsla og samantekt

 • Ritstýra starfsmannahandbók í samstarfi við starfsmanna- og þróunarstjóra

 • Ritstýra árlegri sjálfsmatsskýrslu skólans

 • Tryggja að upplýsingar á heimasíðu skólans séu réttar

 • Framkvæmd starfsmannakannana

 • Skipuleggja þróunarstarf skólans í samstarf við starfsmanna- og þróunarstjóra

 • Önnur tilfallandi störf í samráði við stjórnendur skólans

Deildastjóri

Hlutverk deildastjóra er að hafa yfirumsjón með námi þeirra greina sem falla undir hann. Starfið felst í að stýra samstarfi kennara í þeim tilgangi að samræma kennslu og námsmat innan viðkomandi faggreina. Deildastjóri leiðir nýjungar í námi og kennslu í samstarfi við stjórnendur.

Deildastjórar eru þrír og eru stjórnendur námsgreina með ábyrgð á mismunandi fagsviðum. Deildastjórar vinna saman að því að nám við Verzlunarskólann uppfylli kröfur um hagnýta og framsækna menntun með þarfir nemenda og kennara að leiðarljósi.

Helstu verkefni deildastjóra eru m.a.

 • vinna að eflingu þverfaglegrar samvinnu milli einstakra námsgreina

 • umsjón með skipulagningu kennslu í viðkomandi greinum

 • fylgjast með dreifingu á vinnuálagi nemenda í viðkomandi greinum

 • leiðbeina kennurum og samhæfa störf eins og við á m.a. að samræma námsmat

 • fylgist með nýjungum í kennsluháttum og tekur þátt í þróunarstarfi í samráði við stjórnendur

 • vera tengiliður milli kennara sinna námsgreina/faga við stjórnendur skólans og utanaðkomandi aðila eins og við á

 • er stjórnendum til ráðgjafar varðandi mat á fyrra námi nemenda

 • þróun og viðhald námsbrautalýsinga í samráði við stjórnendur

 • kennsluskipting og töflugerð í samráði við stjórnendur og fagstjóra

 • er stjórnendum til ráðgjafar í ráðningarmálum í samvinnu við fagstjóra

 • samskipti við bókasafn og bókaútgefendur/bókaverslanir vegna kennsluefnis og kennslubóka viðkomandi námsgreina

 • skipuleggur framboð á valgreinum í samvinnu við fagstjóra

 • aðstoðar stjórnendur við yfirferð námsferla útskriftarnemenda

 • leggur fram tillögur að endurmenntun sem lýtur að viðkomandi námsgreinum

 • funda reglulega með öðrum deildastjórum og stjórnendum og heldur fundagerðir

 • funda reglulega með fagstjórum og heldur fundagerðir

 • önnur verkefni í samráði við stjórnendur.

Fagstjóri

 • Hlutverk fagstjóra er að hafa umsjón með námi í sínu fagi og leiðir samstarf kennara í þeim tilgangi að samræma kennslu og námsmat. Fagstjóri fylgist með og gætir þess að kennsla og námsefni uppfylli kröfur skólanámskrár.

  Fagstjórar eru faglegir leiðtogar í sínum greinum/fögum. Helstu verkefni eru m.a. 

  • fagleg ábyrgð á námsgrein/fagi

  • fagleg forysta og skipulagning á starfi viðkomandi námsgreinar

  • umsjón með gerð og samræmingu kennsluáætlana

  • yfirumsjón og ráðgjöf með prófasamningu og yfirferð prófa

  • leggur fram tillögur að valgreinum í samvinnu við kennara

  • vinnur kennsluskiptingu í samvinnu við deildastjóra og stjórnendur eins og við á

  • fundir með stjórnendum/deildastjórum um málefni námsgreinar/skólans

  • kemur með tillögu að innkaupum fyrir viðkomandi námsgrein/fag

  • skipuleggur og heldur fundi með kennurum námsgreinar og er tengiliður þeirra við stjórnendur

  • er stjórnendum til ráðgjafar í ráðningarmálum í samvinnu við deildastjóra

  • önnur verkefni sem tengjast námsgrein/fagi í samráði við stjórnendur. 

Kennari

Starf kennara er margbreytilegt og flókið. Það gerir ríka kröfu til fagvitundar sem erfitt er að gera tæmandi skil. Eftirfarandi þættir eru á ábyrgð kennara og lýsa starfi hans:

 • að annast kennslu, undirbúning kennslu, námsmat og taka þátt í faglegu samstarfi samkvæmt markmiðum skóla- og aðalnámskrá

 • að gera námsáætlanir í samstarfi við fagstjóra og aðra samkennara

 • að semja og leggja fyrir próf og verkefni í samstarfi við fagstjóra og samkennara

 • að fylgjast með árangri nemenda sinna og veita þeim endurgjöf

 • að veita almenna upplýsingagjöf og upplýsingagjöf vegna sjálfsmats skóla og skólanámskrár

 • að annast viðveruskráningu nemendahópa sinna

 • að taka þátt í þróun náms og kennslu í skólanum

 • að eiga samskipti við forráðamenn ólögráða nemenda eftir því sem við á

 • að hafa viðtalstíma fyrir nemendur sína og forráðamenn

 • að vinna með og veita námsráðgjöfum upplýsingar um nemendur sína

 • að sitja starfsmannafundi sem boðaðir eru

 • að viðhalda faglegri hæfni sinni

 • að kynna sér og hafa í heiðri siðareglur kennara.

Umsjónarkennari

Umsjónarkennari er skipaður fyrir hvern bekk í upphafi annar. Hlutverk umsjónarkennara er margvíslegt og má þá helst nefna:

 

 • taka á móti bekk sínum í upphafi annar.

 • kynna nemendum heimasíðu skólans, þ.e. upplýsingar um skólann, námið, þá þjónustu sem er í boði og fjarnámið.

 • kynna Innu fyrir nemendum og hvaða upplýsingar verða aðgengilegar þar.

 • kynna nemendum í byrjun hvers skólaárs reglur skólans er snúa að:

- einkunnagjöf

- námsmati, prófum og verkefnum

- mætingarskyldu og mætingareinkunn

- umgengni um skólann

- aðgangi að bókasafni og tölvustofum skólans

 • fylgjast með mætingu og ástundun nemenda.

 • hafa eftirlit með ástundun í námi sinna nemenda sem og félagslega þættinum

 • fylgjast með hvort nemandinn aðlagist félagslega eða sýni að sér frávik í hegðun.

 • hafa samband við námsráðgjafa eða aðra ef þurfa þykir um tiltekin málefni.

 • vera námsráðgjöfum eða skólastjórnendum innan handar ef upp koma mál er varða nemanda.

 • vera talsmaður nemenda gagnvart öðrum kennurum og skólayfirvöldum.

 • fylgjast með og leiðbeina nemendum um vinnubrögð í námi o.fl.

 • sitja einn fund á ári með forráðamönnum ólögráða nemenda.

 • aðstoða nemendur við námsval og/eða beina þeim til námsráðgjafa.

Náms- og starfsráðgjafi

Við Verzlunarskólann eru starfandi námsráðgjafar sem eru nemendum til aðstoðar við ýmis mál sem upp koma og eru um leið trúnaðarmenn þeirra. Hlutverk námsráðgjafa eru margvísleg, m.a.:

 • aðstoða nemendur við að tileinka sér skipuleg og markviss vinnubrögð

 • fylgjast með námsgengi nemenda sem til hans leita eða til hans er vísað og gera tilögur til úrbóta gerist þess þörf

 • liðsinna kennurum vegna námsvanda einstakra nemenda

 • veita ráðgjöf vegna persónulegra vandamála og hafa samband við viðeigandi tilvísunaraðila ef þörf krefur

 • er talsmaður nemenda gagnvart kennurum, skólayfirvöldum o.fl.

 • hefur eftirlit með fjarvistum nemenda í samvinnu við umsjónarkennara

 • sjá um skipulagningu og framkvæmd foreldrakvölda fyrir ólögráða nemendur

 • skipuleggja og sjá um framkvæmd náms- og starfsfræðslu í skólanum í samráði við deildastjóra nemendaþjónustu

 • taka þátt í kynningu meðal grunnskólanema á starfsemi og námsframboði skólans

 • Deildarstjóri nemendaþjónustu

Deildarstjóri nemendaþjónustu er jafnframt einn af náms- og starfsráðgjöfum skólans. Hlutverk hans eru m.a.:


 • hefur yfirumsjón með daglegum störfum nemendaþjónustunnar og er tengiliður við yfirstjórn skólans

 • skipuleggja störf og verkaskiptingu náms- og starfsráðgjafa skólans

 • skipuleggja og sjá um kynningu meðal grunnskólanema á starfsemi og námsframboði skólans

 • sjá um að útbúa kynningarefni fyrir skólann í samstarfi við stjórnendur

 • aðstoða nemendur við að tileinka sér skipuleg og markviss vinnubrögð

 • fylgjast með námsgengi nemenda sem til hans leita eða til hans er vísað og gera tilögur til úrbóta gerist þess þörf

 • liðsinna kennurum vegna námsvanda einstakra nemenda

 • veita ráðgjöf vegna persónulegra vandamála og hafa samband við viðeigandi tilvísunaraðila ef þörf krefur

 • er talsmaður nemenda gagnvart kennurum, skólayfirvöldum o.fl.

 • hefur eftirlit með fjarvistum nemenda í samvinnu við umsjónarkennara

 • sjá um skipulagningu og framkvæmd foreldrakvölda fyrir ólögráða nemendur

 • skipuleggja og sjá um framkvæmd náms- og starfsfræðslu í skólanum

 • taka saman skýrslu um starfsemina í lok hvers skólaárs

Forvarnafulltrúi

Við Verzlunarskólann er starfandi forvarna- og félagslífsfulltrúi. Hlutverk hans er m.a. að:

 • vera í forsvari fyrir stefnumörkun og framkvæmd forvarna í skólanum
 • sjá um að til sé skrifleg stefna skólans í forvörnum
 • standa fyrir fræðslu (fyrir starfsfólk og nemendur ) um afleiðingar neyslu áfengis, tóbaks og ólöglegra fíkniefna
 • hafa náið samstarf við námsráðgjafa, nemendafélag, jafningjafræðslu, forvarnafulltrúa í öðrum skólum og fagaðila utan skólans
 • taka á móti vísbendingum ef grunur leikur á um vímuefnanotkun nemenda og veita upplýsingar um úrræði fyrir þá sem eru í vímuefnavanda.
 • vera nemendum, starfsfólki og forráðamönnum til ráðuneytis
 • kalla saman forvarnateymi skólans
 • vinna að fjölbreyttu félagslífi með nemendum og skipuleggja umsjón og eftirlit með samkomum nemenda skólans
 • taka saman skýrslu um starfsemina í lok hvers skólaárs

Forvarna- og félagslífsfulltrúi hefur trúnaðarskyldu gagnvart nemendum, starfsfólki og forráðamönnum.

Bókasafnsstjóri

Klara Hauksdóttir

Bókasafn gegnir mikilvægu hlutverki í skólanum og nauðsynlegt að vel sé að því staðið. Hlutverk yfirmanns safnsins er að:

 • hafa umsjón með daglegum rekstri safnsins

 • hafa umsjón með skráningu safnskosts

 • annast val og innkaup bóka og annarra gagna til safnsins

 • leiðbeina nemendum og starfsfólki um notkun safnsins og aðstoða við upplýsingaöflun

 • annast upplýsingaþjónustu og heimildaleit fyrir nemendur og starfsfólk skólans

 • kynna og efla starfsemi safnsins innan skólans

 • fylgjast með nýjungum á sviði bókasafns- og upplýsingafræða

 • Hafa umsjón með varðveislu á útgefnu efni nemenda, bæði til varðveislu í skólanum og til Þjóðskjalasafns

 • hafa umsjón með málum sem fara í Gopro sem tengjast bókasafninu og heimasíðu skólans

 • hafa umsjón með viðburðum á bókasafninu, t.d. jólabókaboð og upplestur höfunda

 • efla samvinnu milli bókasafnsins og kennara mismunandi námsgreina

 • skila skýrslu til skólastjóra um starfsemi safnsins í lok skólaárs.

 • vera ritstjóri heimasíðu skólans.

 • halda utan um bóklega leikfimi nemenda sem ekki geta stundað hefðbundnar íþróttir á fyrsta og öðru ári

Skólafulltrúi/móttaka

Skólafulltrúi starfar á skrifstofu skólans við almenn skrifstofustörf, s.s. móttöku, afgreiðslu og símsvörun, auk þess að veita almenna upplýsingagjöf. Skólafulltrúi vinnur með nemendum og starfsmönnum skólans með margvíslegum hætti og leitast við að greiða úr þeim málum sem upp koma hverju sinni.

Helstu verkefni eru m.a.

 • Umsjón með tölvupósti skólans, verslo@verslo.is.

 • Umsjón með útgáfu vottorða.

 • Halda utan um fjarvistarskráningar nemenda og starfsmanna.

 • Umsjón með upplýsingaskjám skólans.

 • Innkaup á skrifstofuvörum.

 • Umsjón með útgáfu prófskírteina til útskrifaðra nemenda.

 • Umsjón með útleigu nemendaskápa skólans.

 • Annast undirbúning- og frágangsvinnu við upphaf og lok hvers skólaárs.

 • Umsjón með fjölföldun prófa á prófatíma skólans.

 • Umsjón með ljósritunaraðstöðu skólans og ljósritunarvélum.

 • Umsjón með útleigu á íþróttasal.

 • Úrvinnsla ýmissa opinberra gagna.

 • Önnur tilfallandi verkefni á skrifstofu í samráði við skrifstofustjóra

Umsjónarmaður fasteigna VÍ

Eiríkur Lárusson

Umsjón og viðhald á:

 • rafkerfi skólans
 • myndeftirlitskerfi skólans
 • hljóðkerfum
 • eldviðvörunarkerfi
 • loftræstikerfum
 • aðgangsstýring að bílaplani skólans
 • ofnakerfi
 • vaktmaður á kvöldin
 • gæsla í íþróttahúsi
 • ræsting skólans
 • viðhald á húsbúnaði skólans
 • skráning á tækjum skólans
 • öryggisvörður 
 • öryggi á vinnustað

Vaktmaður

Helstu ábyrgðarsvið vaktmanns eru m.a.:

 • fylgjast með mannaferðum í skólanum eftir lokun kl. 16:00

 • fylgjast með að útihurðir, stofuhurðir og gluggar séu lokaðir og læstir í lok dags

 • tryggja að ljós séu slökkt

 • sjá um að öryggiskerfi sé virkt eftir lokun skólans

 • sjá um frágang sorps og umsjón með gámum

 • sjá um að lóð skólans sé snyrtileg

 • vera til taks þegar viðburðir eiga sér stað í skólanum

 • aðstoðar húsvörð og aðra starfsmenn eftir þörfum og í samráði við húsvörð

 • sjá um að aðgangsstýringar séu í lagi

 • sjá um myndavélakerfi skólans

 • önnur tilfallandi störf í samráði við húsvörð og stjórnendur

Matráður

 • Yfirumsjón með mötuneyti Verzlunarskóla Íslands bæði nemenda og starfsmanna

 • matreiðsla hádegisverðar

 • stýrir framboði á vörum í Matbúð, bæði aðkeyptum og sem útbúnar eru á staðnum m.t.t. markmiða Heilsueflandi Framhaldsskóla

 • stýrir innkaupum í Matbúð

 • útbýr matseðla 


Síðast breytt: 15. september 2021