Áreiðanleiki heimilda, heimildaleit og ritstuldur

Þegar nemendur hafa valið sér viðfangsefni eða fengið í hendurnar viðfangsefni til að skrifa um hefst leit að áreiðanlegum og góðum heimildum.
Nemendur hafa úr mörgu að velja þegar leita á að heimildum, til að mynda geta þeir hafið heimildaleitina á Leitir.is og séð þar hvað er að finna á bókasöfnum, leitað í erlendum gagnasöfnum og að lokum leitað á netinu. Nemendur þurfa þó að hafa í huga áreiðanleika heimilda og á það sérstaklega við um heimildir sem teknar eru af netinu.
Hér að neðan eru að finna upplýsingar um áreiðanleika heimilda, heimildaleit og að lokum ritstuld.

Áreiðanleiki heimilda

Áreiðanleiki tímaritsgreina

Ritrýndar tímaritsgreinar (Peer reviewed) eru á meðal áreiðanlegustu heimilda. Þegar leitað er í rafrænum gagnasöfnum er oftast hægt að velja um að leita eftir ritrýndum tímaritsgreinum með því að smella á þann möguleika. Sjá dæmi á mynd úr gagnasafninu ProQuest:

Capture_1636546754091

En hvað er ritrýni?
Ritrýni er ákveðið gæðaferli sem fræðitímaritsgreinar fara í gegnum þar sem fræðimenn á sama fræðasviði lesa yfir og meta greinina út frá fræðilegu samhengi. Höfundur greinarinnar fær hana afhenda með athugasemdum frá ritrýnunum og skilar henni aftur inn eftir breytingar og þannig gengur ferlið þar til greinin er samþykkt til birtingar eða henni hafnað.

Ritrýni er oft tvíblind, það er bæði ritrýnar og höfundar eru undir nafnleynd. Aftur á móti þegar ritrýnar fá upplýsingar um höfund greinarinnar, kallast það hálfblind ritrýni. Ritrýnar fá yfirleitt ekki greitt fyrir störf sín.

Áreiðanleiki vefsíðna

Þar sem vefsíður eru ekki ritrýndar falla þær ekki undir þá skilgreiningu að vera áreiðanlegar heimildir. Nemendur þurfa því að vera vandlátir þegar velja á heimildir af vefsíðum og vanda valið þar sem gæðin eru misjöfn.

Gott er að hafa eftirfarandi atriði í huga þegar meta á hversu áreiðanlegar vefheimildir eru:

 • Hver skrifaði efnið?
 • Hefur höfundur sérþekkingu á efninu sem skrifað er um?
 • Hefur höfundur skrifað meira um efnið?
 • Er umfjöllunin málefnaleg eða hlutdræg?
 • Er umfjöllunin yfirborðskennd eða ítarleg?
 • Er fjallað um efnið frá fleiri en einu sjónarhorni?
 • Hver er tilgangur síðunnar?
 • Hver hýsir síðuna?
 • Virka tenglar á síðunni?
 • Hvenær var síðan síðast uppfærð?
 • Á hverju endar slóðin?
  • .com - commercial entity - hér þarf að hafa í huga að þessar síður hafa oft það markmið að selja vörur og þjónustu. Samt ekki algilt.
  • .gov - governmental entity - hér ætti að vera um áreiðanlega heimild að ræða
  • .edu - educational institution - hér ætti að vera um áreiðanlega heimild að ræða
  • .org - organisation - hér ætti að vera um áreiðanlega heimild að ræða

Áreiðanleiki bóka

Líkt og með vefsíður eru bækur oftast ekki ritrýndar. Samt sem áður eru fræðibækur í flestum tilfellum skrifaðar af fræðimönnum í sínu fagi og geta því talist til áreiðanlegra heimilda. 

Heimildaleit

Leitir.is - bókasafnskerfi

Vefurinn Leitir.is veitir meðal annars upplýsingar um þann safnkost sem er að finna á bókasöfnum landsins og eins tímaritsgreinar í ýmsum erlendum gagnasöfnum.

Hér má nálgast myndband með leiðbeiningum um hvernig á að leita að gögnum á Bókasafni VÍ í gegnum Leitir.is:

Leitir.is - að leita að gögnum á Bókasafni VÍ

Leit í gagnasöfnum

Nemendur geta fundið heilan fjársjóð heimilda í gegnum gagnasöfn. Hér má sjá dæmi um nokkur gagnasöfn sem geta nýst nemendum í heimildavinnu.

ProQuest öll fræðasvið
Britannica online alfræðisafn
Pubmed Central heilbrigðisvísindi
Scopus ýmsar greinar tengdum vísindum
Hvar.is  vefur landsaðgangs að rafrænum gagnasöfnum

Hér má nálgast myndband með leiðbeiningum um leitartækni í gagnasafninu Proquest:

Proquest leitartækni

Ritstuldur

Hér má nálgast myndband með upplýsingum um ritstuld:

Ritstuldur

Gangi ykkur vel í heimildavinnunni!