Skólasöngur

saminn í tilefni 110 ára afmælis Verzlunarskóla Íslands

Við erum stoltir Verslingar
horfum björt til framtíðar.
Saman lifum hér og nú.
Hvort annað virðum ég og þú.

Verum skólans málsvarar
orðspor verjum allstaðar
saman heitum ég og þú
að sýna ábyrgð, kjark og trú

Viðlag:
Versló x 6
Hvort annað virðum ég og þú

Af alúð lærum okkar fag
metnað sýnum sérhvern dag
saman döfnum ég og þú
hæfni öðlumst hér og nú.

Hér bestu árin upplifum
vinaböndin traust bindum.
Í hug og hjarta jákvætt þel
Hér í Versló líður vel.

Viðlag:
Versló x 6
Hér í Versló líður vel.

Texti og lag eftir  Jón Ragnar Jónsson og Friðrik Dór Jónsson