Farsældarþjónusta

Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt af Alþingi 22. júní 2021. Í lögunum kemur fram að nemendur undir 18 ára aldri og fjölskyldur þeirra geti óskað eftir stuðningi tengiliðs sem veitir upplýsingar og leiðbeiningar um sérhæfða þjónustu innan og utan skólans. Til að óska eftir þjónustu þurfa forráðamenn að fylla út eyðublað (tengill hér að neðan) með umsókn sem þarf að berast til tengiliðs innan skólans. Tilgangur laganna er að auka samstarf þjónustuaðila í þágu farsældar barna og tryggja að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að þjónustu við hæfi.

Tengiliðir vegna farsældarþjónustu:

 Nafn Starfsheiti  Netföng
 Berglind Helga Sigurþórsdóttir  náms- og starfsráðgjafi 1. árs  berglindhelga@verslo.is
 Sóley Þórarinsdóttir  náms- og starfsráðgjafi 2.árs  soley@verslo.is
 Kristín Huld Gunnlaugsdóttir  náms- og starfsráðgjafi 3. árs  kristinh@verslo.is
 Ásta Rún Valgerðardóttir  sálfræðingur   astav@verslo.is

Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna 

Eyðublað um miðlun upplýsinga 

Eyðublað um beiðni um samþættingu