Foreldraráð

Stjórn Foreldraráðs VÍ veturinn 2022-2023

Netfang: foreldrafelag@verslo.is

 NafnStaða Netfang 
Sandra D. Árnadóttir Formaður sandraarnadottir@gmail.com
 Soffía FrímannsdóttirVaraformaður soffiafrimannsdottir@gmail.com  
 Arna Björk ÞórðardóttirGjaldkeriarnabt@islandsbanki.is
 Rakel SvansdóttirBallgæsla rakels@flataskoli.is
 Gudrun Aspelund Ritari gudrun.aspelund@gmail.com
 Anna Kristín SigurpálsdóttirMeðstjórnandi anna@ferill.is 
 Ásta MalmquistMeðstjórnandi astamalmq@gmail.com
 Dagný BroddadóttirMeðstjórnandi dagny@fg.is 
 Fríða Björk SveinsdóttirMeðstjórnandi frida.bjork@outlook.com 
 Halla BjörvinsdóttirMeðstjórnandi  halla.bjorgvinsdottir@marel.com  
 Jóhannes ÁsgeirssonMeðstjórnandi  
 Margrét Eiríksdóttir Meðstjórnandi magga.eiriks@gmail.com
 Sigurður ViðarssonMeðstjórnandi  sigurdur.vidarsson@gmail.com
Sigþór JúlíussonMeðstjórnandi  sj@sandcapital.lu
 Sóley ElíasdóttirMeðstjórnandi soley@soleyorganics.com 

Lög foreldraráðs Verzlunarskóla Íslands

Heiti og aðsetur:

1. gr. Félagið heitir Foreldraráð Verzlunarskóla Íslands. Aðsetur félagsins er í Reykjavík.

Tilgangur, markmið og leiðir:

2. gr. Tilgangur félagsins er að stuðla að auknum gæðum skólans og að bæta jafnt almenn og einstaklingsbundin skilyrði og aðstæður nemenda til menntunar og farsæls þroska.

Markmiðum sínum hyggst félagið ná með því meðal annars að:

  • vera samráðs- og samstarfsvettvangur foreldra/forráðamanna.
  • stuðla að aukinni vitund foreldra/forráðamanna um forsjárskyldur sínar og þekkingu þeirra á réttindum og skyldum sínum og barna þeirra.
  • vera bakhjarl skólans og auka áhrif foreldra/forráðamanna sem hagsmunahóps um bættan hag og stöðu skólans.
  • hvetja til aukins stuðnings, aðhalds og hvatningar foreldra/forráðamanna við börn sín og nám þeirra.
  • koma á og tryggja öflugt og gott samstarf foreldra/forráðamanna, nemenda og starfsfólks skólans.

Félagsaðild:

3. gr. Félagar eru allir foreldrar og aðrir forráðamenn nemenda skólans.

Æðsta vald og stjórn félagsins:

4. gr. Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum félagsins. Hann skal halda árlega ekki seinna en í októbermánuði. Til fundarins skal boðað á heimasíðu skólans og með tölvupósti til foreldra með dagskrá, með a.m.k. 7 daga fyrirvara. Aðalfundur er löglegur ef löglega er til hans boðað. Einfaldur meirihluti atkvæða ræður úrslitum í atkvæðagreiðslu.

Dagskrá aðalfundar skal vera:
a) Kosning fundarstjóra og fundarritara.
b) Skýrsla stjórnar um störf hennar og starfsemi félagsins.
c) Endurskoðaðir ársreikningar lagðir fram.
d) Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikning og afgreiðsla hans.
e) Lagabreytingar.
g) Kosning í stjórn félagsins.
h) Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.

5. gr. Stjórn félagsins skipa fimm foreldrar/forráðamenn nemenda sem kosnir eru á aðalfundi til tveggja ára í senn, þrír stjórnarmenn annað hvert ár og tveir hitt árið. Tveir varamenn skulu kosnir hvert ár. Kjörnir fulltrúar skipta með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi. Stjórn félagsins stýrir félaginu í umboði aðalfundar í samræmi við og lög þessi. Stjórnin skal halda gerðarbók þar sem bókuð eru öll mál sem tekin eru fyrir og allar ákvarðanir stjórnar. Einfaldur meirihluti stjórnarmanna ræður úrslitum.

Fjármál:

6. gr. Tekjur félagsins eru annars vegar styrkir, sem stjórn félagsins er heimilt að taka við frá opinberum aðilum og öðrum sem vilja styðja félagið og starfsemi þess og önnur fjáröflun. Hins vegar eru tekjurnar valfrjáls félagsgjöld og er upphæð þeirra ákvörðuð á aðalfundi.Reikningstímabil og fjárhagsár félagsins er frá 1. október til 30. september ár hvert.

7. gr. Hagnaði af starfsemi félagsins skal varið í þágu foreldra og nemenda skólans.

8. gr. Ákvörðun um slit félagsins skal taka á aðalfundi með einföldum meirihluta atkvæða og renna eignir þess til Nemendafélags Verzlunarskóla Íslands.

Lagabreytingar:

9. gr. Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi félagsins. Tillögur að breytingum þurfa að berast stjórn félagsins ekki síðar en 14 dögum fyrir auglýstan aðalfund. Tillögur til breytinga á lögum þessum, sem stjórn félagsins hyggst leggja fram, skal kynna um leið og boðað er til aðalfundar og á sama hátt.

Lög þessi voru samþykkt á aðalfundi foreldrafélags Verzlunarskóla Íslands þann 4. mars 2014


Síðast uppfært 13.9.2022