Upplýsingar fyrir foreldra

Skólinn er opnaður alla virka daga kl. 7:30 og fylgir að öðru leyti opnunartíma bókasafns . Eftir klukkan 15:00 er einungis hægt að komast inn hjá vaktmanni.

Skrifstofa skólans er opin frá kl. 8:00 til 16:00 mánudaga - fimmtudaga og frá kl. 8:00 til 15:00 föstudaga.

Nemendur eiga að tilkynna veikindi og önnur óhjákvæmileg forföll í Innu. Ef nemandi er veikur í tvo daga eða lengur ber honum að skila læknisvottorði. Alvarleg veikindi þarf aðeins að tilkynna í upphafi, enda skili nemandi læknisvottorði strax og skólasókn hefst að nýju.

Nemendur geta leitað aðstoðar og fengið allar þær upplýsingar sem þeir þurfa á skrifstofu skólans. Einnig má senda tölvupóst á Birgittu, birgitta@verslo.is   og Eygló,  eyglo.sigridur@verslo.is