Innritun 2020

Nemendur, sem sækja um skólavist á 1. ári, eiga að gera það rafrænt í gegnum heimasíðu Menntamálastofnunnar, https://mms.is/um-innritun.

Innritun fer fram í tvennu lagi. Forinnritun fer fram dagana 9. mars – 13. apríl og velja nemendur þá einn skóla og annan til vara. Lokainnritun verður síðan frá 6. maí – 10. júní en þá liggja fyrir skólaeinkunnir nemenda. Svör við umsóknum verða póstlögð eins fljótt og auðið er en Menntamálastofnun áskilur sér rétt til úrvinnslu gagna allt fram til 19. júní.

Vorið 2016 var tekinn upp nýr námsmatskvarði við lok grunnskóla, og eru einkunnir nú gefnar í bókstöfum: A, B+, B, C+, C og D. Í Aðalnámskrá grunnskóla er lýst hæfniviðmiðum á bak við hvern bókstaf. Þegar umsóknir nemenda verða metnar þá verður reiknaður út stigafjöldi fyrir hvern og einn umsækjanda þar sem notast verður við tölur frá Menntamálastofnun, sbr. það sem sjá má hér að neðan:

A B+ B C+ C D
4 3,75 3 2,75 2 1

Þetta er eingöngu gert til að flýta fyrir úrvinnslu umsókna. Þær greinar sem verða skoðaðar eru stærðfræði, íslenska, danska (eða eitthvert annað Norðurlandamál), enska, samfélagsfræði og náttúrufræði. Stigafjöldi er síðan reiknaður út með eftirfarandi hætti: stærðfræði og íslenska fá tvöfalt vægi og síðan eru valdar tvær hæstu einkunnir af hinum fjórum. Nemendur verða að hafa náð að lágmarki B í þeim greinum sem lagðar eru til grundvallar útreiknings stiga.

350 – 360 nemendur verða innritaðir á 1. ár. Tekið er inn á brautir, en ekki er ákveðið fyrir fram hve margir bekkir verða á hverri braut. Horft verður til þess hve margir sækja um einstakar brautir. Flestir nemendur verða teknir inn eftir stigafjölda. Ef margir nemendur hafa svipaðan stigafjölda og erfitt reynist að gera upp á milli þeirra þá verða skoðuð ýmis önnur atriði sem geta skipt máli, s.s.:

· Kynjahlutfall.
· Þátttaka í félagsstarfi.
· Einkunnir í öðrum greinum o.fl.

Einnig gæti komið til þess að ákveðinn hópur verði valinn af handahófi. Nemendur, sem koma erlendis frá eða hafa ekki vitnisburð frá íslenskum grunnskóla, verða metnir út frá þeim gögnum sem fylgja.

Upplýsingar um innritun á PDF formi .


Kynningarmyndband Versló 2020