Takk fyrir komuna á opna húsið!

Verzlunarskólinn þakkar 10. bekkingum kærlega fyrir heimsóknina í síðustu viku. Það var mjög ánægjulegt að geta boðið 10. bekkingum í heimsókn til okkar og við erum mjög þakklát fyrir þann mikla áhuga sem þeir sýndu skólanum.

 Við vonum að 10. bekkingar hafi notið heimsóknarinnar og fengið góða tilfinningu fyrir því sem skólinn hefur upp á að bjóða, bæði í námi og félagslífi. Þeim sem ekki komust á opna húsið eða vilja afla sér frekari upplýsinga er bent á heimasíðu skólans. Þar er að finna allar helstu upplýsingar um innritunina og námsbrautirnar. Á heimasíðunni er einnig að finna svör viðalgengustu spurningum sem við höfum fengið á skólakynningum í gegnum tíðina.