Takk fyrir komuna á opna húsið

Verzlunarskólinn þakkar 10. bekkingum kærlega fyrir heimsóknina. Við erum mjög þakklát fyrir þann mikla áhuga sem þeir sýndu skólanum og vonum að þeir hafi notið heimsóknarinnar og fengið góða tilfinningu fyrir því sem skólinn hefur upp á að bjóða, bæði í námi og félagslífi.