Spurt og svarað vegna Covid-19

Hvernig geta nemendur haft samband við kennara sína?

Best er að hafa samband við kennara í hverjum áfanga í gegnum INNU en einnig er hægt að senda tölvupóst á kennara. Netföng þeirra eru á heimasíðu skólans.

Ef nemendur hafa ekki aðgang að tölvu heima, hvað er hægt að gera?

Nemendur geta sent póst á klarah@verslo.is og fengið lánaða tölvu á bókasafninu á meðan á lokun stendur.

Er eitthvert sérstakt kerfi sem kennarar nota? Og þá hvaða kerfi?

INNA er áfram það kerfi sem notað er til þess að halda utan um nám nemenda og þangað skila nemendur inn verkefnum. Einnig munu kennarar nota INNU til að vera í sambandi við nemendur og þaðan vísa þeim á önnur kerfi, ef þeir nota þau. Dæmi um önnur kerfi er Moodle og Teams.

Hvernig verður námsmati háttað?

Þrátt fyrir lokun skólans heldur nám nemenda áfram undir leiðsögn kennara. Kennarar munu meta vinnuframlag nemenda út frá verkefnaskilum og virkni. Námsmat í símatsáföngum verður samsett af frammistöðu nemenda á fyrri hluta annarinnar og vinnuframlagi, verkefnum og prófum í rafrænu námsumhverfi. Áföngum með lokaprófi í próftöflu lýkur með lokaprófi sem tekið er þann dag sem próftafla segir til um. Enn er óljóst að hve miklu leyti skólinn getur verið opinn eftir 4. maí vegna takmarkana sem þegar hefur verið greint frá. Nánari upplýsingar munu berast þegar tilkynning stjórnvalda liggur fyrir.

Ef þetta dregst á langinn hvernig verður þá með útskrift í vor?

Brautskráning mun fara fram 23. maí. Eftir að tilslakanir á samkomubanni eftir 4. maí voru kynntar opnaðist á þann möguleika að halda útskrift í einhverri mynd í skólanum. Enn er of snemmt að segja til um fyrirkomulag úrskriftar en við munum tilkynna niðurstöðuna þegar viðmið um notkun skólahúsnæða liggur fyrir.

Hvað með Peysufatadaginn?

Peysufatadagur mun frestast til haustsins. Tillaga að nýrri dagsetningu verður unnin í samráði við 2. bekkjarráð.

Hvað með dimisso?

Fjöldatakmarkanir í tengslum við samkomur munu alfarið stýra því hvað verður um dimissio í ár.

Fyrirhugaðar nemendaferðir, verða þær farnar?

Búið er að aflýsa öllum nemendaferðum út þetta skólaár. Útskriftarferð 3. bekkinga er ekki á vegum skólans og því hefur skólinn ekki með þá ákvörðun að gera.

Hvað með nemendur sem þurfa að sækja bækur/annað í skápana sína?

Skólinn er lokaður með öllu og því þurfa þeir sem eiga eitthvað erindi í skólann að óska eftir því að opnað sé í gegnum verslo@verslo.is