Forvarnir og félagslíf
Forvarnastarf er vaxandi þáttur í starfi Verzlunarskólans og vill skólinn með starfinu stuðla að heilbrigðum lífsháttum og jákvæðri sjálfsmynd nemenda. Áhersla er lögð á öflugt vímuefnalaust félagslíf sem er mikilvægur þáttur í forvörnum.
Forvarnarfulltrúi
Hlutverk forvarnafulltrúa er m.a. að sjá um skipulagningu forvarnastarfs skólans sem felst í því að fræða nemendur um skaðsemi áfengis, tókbaks og vímuefna og að ýta undir heilbrigt félagslíf og sterka sjálfsmynd nemenda. Til forvarnafulltrúa er hægt að leita í trúnaði með hverskyns mál er tengjast forvörnum nemenda.
Nafn | starfsheiti | netfang | símanúmer |
---|---|---|---|
| forvarnarfulltrúi |
Reglur skólans um tóbak og vímuefni.
- Notkun tóbaks (reyktóbak, neftóbak og munntóbak) er stranglega bönnuð í húsakynnum skólans og á lóð hans.
- Stranglega er bannað að hafa um hönd áfengi og önnur vímuefni eða vera undir áhrifum þeirra í húsnæði skólans og á lóð hans.
- Neysla áfengis og annarra vímuefna er bönnuð á öllum samkomum og ferðalögum sem eru í nafni skólans.
- Notkun á rafrettum er bönnuð í húsakynnum skólans og á lóð hans. Þá eru
rafrettur einnig bannaðar á samkomum og ferðalögum sem eru í nafni
skólans.
Félagslífsfulltrúar
Félagslífsfulltrúar vinna meðal annars að fjölbreyttu félagslífi með nemendum og skipuleggja umsjón og eftirlit með samkomum nemenda skólans. Forvarna- og félagslífsfulltrúar eru viðstaddir flesta
atburði á vegum skólans sem gæsluaðilar. Til félagslífsfulltrúa er hægt að leita í trúnaði með hverskyns mál er tengjast félagslífi nemenda.

Nafn | starfsheiti | netfang |
---|---|---|
Fannar Guðmundsson | Félagslífsfulltrúi | fannar@verslo.is |
Nafn | starfsheiti | netfang |
---|---|---|
Ingunn Björg Arnardóttir | Félagslífsfulltrúi | ingunn@verslo.is |
Síðast uppfært 3.9.2022