Reglur um lengri próftíma

Reglur þessar varða þá sem þurfa lengri tíma á prófum vegna lesblindu, prófkvíða eða annarra ástæðna.

Lesblindir: 
Lesblindir fá lengri tíma á prófum liggi greining um lesblindu fyrir frá viðurkenndum aðilum. Forsenda fyrir því að fá lengri tíma er að nemendur taki áfangann NÁM193.

Athugið að greiningar þurfa að hafa borist námsráðgjöfum  eigi síðar en tveimur vikum fyrir próf.

Miðað er við að nemendur fái vottorð um að nota hljóðbækur frá Blindrabókasafninu.

Lesblindir fá að vera í sérstofu í miðsvetrar- og vorprófum og fá lengri próftíma sem nemur 15 mínútum fyrir hverja klukkustund sem prófið stendur.

Prófkvíðnir:
Þeir sem eru prófkvíðnir þurfa að koma með vottorð frá sálfræðingi eða geðlækni ef þeir þurfa sérstaka meðhöndlun vegna prófkvíða. Jafnframt er þess krafist að prófkvíðnir reyni að takast á við vanda sinn. Þeir þurfa að skila inn staðfestingu á því að þeir hafi a.m.k. mætt 5 sinnum til sálfræðings á vetrinum vegna þessa vanda og þurfi á lengri próftíma að halda.

Athugið að vottorð þurfa að hafa borist námsráðgjöfum  eigi síðar en tveimur vikum fyrir próf.

Prófkvíðnir skv. þessum skilyrðum fá að vera í sérstofu í miðsvetrar- og vorprófum og fá lengri próftíma sem nemur 15 mínútum fyrir hverja klukkustund.

Annað:
Þeir sem þurfa lengri tíma af öðrum ástæðum, t.d. vegna meiðsla eða veikinda, geta fengið sams konar tilhliðranir í prófum ef vottorð vegna þess er samþykkt af skólalækni. Námsráðgjafar hafa umsjón með þessum vottorðum.