Reglur um próftíma

Próftími er ýmist 60 mínútur eða 90 mínútur á lokaprófum.

Nemendur sem þurfa lengri próftíma hafa heimild til að sitja inni í prófum auka 30 mínútur. Ekki þarf að sækja sérstaklega um lengri próftíma.

Þeir nemendur sem þurfa sér úrræði vegna prófkvíða þurfa að koma með vottorð frá sálfræðingi eða geðlækni. Einnig þarf að koma staðfesting á að viðkomandi sé að vinna með prófkvíðann og sæki sér viðeigandi faglega aðstoð en miðað er við a.m.k. 5 tíma hjá sálfræðingi á vetrinum. Vottorð þetta þarf að berast námsráðgjöfum skólans eigi síðar en tveimur vikum fyrir fyrsta próf.  Nemendur sem uppfylla þessi skilyrði fá að taka prófin í sérstakri prófkvíða stofu.

Þeir nemendur sem þurfa aðstoð í prófum vegna veikinda eða meiðsla er bent á snúa sér til námráðgjafa eða prófstjóra.