Nemendaþjónusta

Í nemendaþjónustu Verzlunarskólans starfa þrír náms- og starfsráðgjafar í hlutastarfi.

Hlutverk náms- og starfsráðgjafa er að veita nemendum aðstoð í málum sem tengjast námi þeirra, náms- og starfsvali og í persónulegum málum.

Náms og starfsráðgjafar standa vörð um velferð nemenda og eru málsvarar þeirra og trúnaðarmenn. Náms- og starfsráðgjafar eru bundnir þagnarskyldu.

Nemendur, foreldrar/forráðamenn og kennarar geta leitað til náms- og starfsráðgjafa og fengið hjá þeim ráðgjöf og aðstoð við lausn ýmissa mála. 

Nemendum er velkomið að líta við hvert sem erindið er.  

Passamynd2018


Berglind Helga Sigurþórsdóttir  - 1. ár  og fjarnám

Opnir tímar milli 8:30 - 15:30. Föstudaga 8:30 - 12:00. 

Símatími 8:30 - 9:00 í síma 5 900 615 


Mynd-nr-2nytt


Sóley Þórarinsdóttir 2. ár og forvarnarfulltrúi 

Opnir tímar milli 8:30 - 14:30. Föstudaga 8:30 - 12:00.   

Símatími 14:00-14:30 í síma 5 900 614


Kristín Huld Gunnlaugsdóttir

Kristín Huld Gunnlaugsdóttir  - 3. ár

Opnir tímar milli 8:30 - 14:30. Föstudaga 8:30-12:00.   

Símatími 14:00 - 14:30  í síma 5 900 616


Sálfræðingur 

Asta-litur_1614093988987

Ásta Rún Valgerðardóttir er sálfræðingur skólans, viðvera hennar í skólanum er á þriðjudögum og fimmtudögum og annan hvern mánudag. Nemendur geta bókað viðtal hjá Ástu Rún með pósti í netfangið astav@verslo.is eða haft samband í gegnum Teams. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að nemendur leiti til sálfræðings, t.d. streita, kvíði, depurð, samskiptavandi, aðstoð við að vinna að markmiðum sínum o.fl. Ef þú ert í vafa getur verið gott að bóka tíma og sjá hvort þjónustan henti þér. Við hvetjum nemendur til að nýta sér þjónustu Ástu Rúnar.

Upplýsingar um sálfræðiþjónustu VÍ:

Eftirfarandi upplýsingar eiga við nemendur 16 ára og eldri. Þjónusta sálfræðings fyrir nemendur sem eru 15 ára og yngri er ávallt í samstarfi við foreldra/forráðamenn.

Trúnaður og réttindi:
Sálfræðingar eru bundnir trúnaði við skjólstæðinga sína samkvæmt landslögum og siðareglum sálfræðinga. Sálfræðingur hefur því þagnarskyldu gagnvart nemendum sem koma í viðtöl og má ekki veita öðrum aðilum upplýsingar nema með leyfi nemenda.

Undantekningará trúnaði eru eftirfarandi:

  1. Ef sálfræðingur fær upplýsingar um að velferð barns, fatlaðs eða aldraðs einstaklings sé í hættu þá ber honum að tilkynna það til viðeigandi yfirvalda, t.d. Barnaverndarnefndar.
  2. Ef rökstuddur grunur leikur á að þú eða einhver annar sé líklegur til að valda sjálfum sér eða öðrum skaða ber sálfræðingi að hafa samband við einhvern tengdan viðkomandi, viðeigandi yfirvöld eða stofnun. Slíkt er ávallt reynt að gera í samvinnu við skjólstæðing.

Sálfræðingur skólans vinnur í samstarfi við stjórnendur skólans, nemendaþjónustu, nemendur og foreldra að því að stuðla að vellíðan og velferð nemenda. Nemandi samþykkir að sálfræðingur megi ræða málefni tengd sér við áðurnefnda aðila ef það er talið mikilvægt fyrir velferð nemanda. Aldrei er greint frá ýtarlegri upplýsingum en nauðsynlegt er talið nema í samráði við nemanda.

Þegar nemandi kemur í viðtal hjá sálfræðingi VÍ er skráð koma í skjalaskráningarkerfi skólans (GoPro). Ekki eru skráðar upplýsingar um efni tímans í kerfið.

  • Skjólstæðingur ber ábyrgð á því að mæta í boðaða tíma og getur fyrirgert rétti til viðtala með ítrekuðum fjarvistum.
  • Sálfræðiþjónusta VÍ er skilgreind sem grunnþjónusta. Það felur í sér mat á vanda, sálfræðilega ráðgjöf og fræðslu. Ef nemandi þarf sálfræðilega meðferð er að öllu jöfnu bent á sálfræðinga á heilsugæslu. Búast má við að hámarksfjöldi viðtala fyrir hvern nemanda sé á bilinu 4-6 á hverju skólaári.
  • Skjólstæðingar sálfræðiþjónustu VÍ eru hvattir til að kynna sér lög um réttindi sjúklinga (https://www.althingi.is/lagas/126a/1997074.html)
  • Sálfræðingur VÍ fylgir siðareglum Sálfræðingafélags Íslands