Námsbókasjóður

Námsbókasjóður Verzlunarskóla Íslands var stofnaður árið 2010 af fyrrverandi nemendum skólans þeim heiðurshjónum Bentu og Valgarði Briem, en þau gáfu eina milljón í sjóðinn. Tilgangur sjóðsins er að styrkja nemendur skólans sem lítið fé hafa milli handanna til námsbókakaupa. Nemendum er bent á að hafa samband við Kristínu Huld Gunnlaugsdóttur námsráðgjafa varðandi frekari upplýsingar.