Þráðlaus prentun

Hægt er að velja um tvær leiðir til að prenta út þráðlaust:
  • Í gegnum Papercut - Web Print. Ný vefsíða opnast og notandinn þarf að skrá sig inn. Velja þarf Web print, prentara og skjalið sem á að prenta.
  • Í gegnum Papercut - Mobility Print. Ný vefsíða opnast með leiðbeiningum. Breyta þarf stillingum í MacOS og iOS en setja þarf upp app í Windows og Android. Þetta þarf að gera einu sinni og eftirleiðis þarf ekki að fara í gegnum www.verslo.is til að prenta.